Leita í fréttum mbl.is

Hiđ mikla geymir minningin

 

 

 

 

Hún mamma flestar stundir var ađ verkum

 

og vandist aldrei hvíld á sinni ferđ.

 

Hún sköpuđ var međ skyldu anda sterkum,

 

ég skil ţađ nú hvađ hún var mikils verđ.

 

 

Ţađ metur sjálfsagt enginn eins og skyldi

 

ţá eđlisgerđ sem vígist fórnarlund.

 

En ţessar línur ţó ég kveđa vildi

 

og ţakka allt sem mamma vann í Grund.

 

 

 

Sú ţjónusta sem ţar var innt af hendi

 

var ţrungin ást frá hlýrri móđursál.

 

Og hún mér margt um göfug gildi kenndi

 

og gaf mér sýn á lífsins höfuđmál.

 

 

 

Hún af sér gaf ţar inn í dýpstu rćtur

 

og afrek hennar voru stór og mörg.

 

Hún vann af gćsku verk sín fram á nćtur

 

og var í öllum störfum Sigurbjörg !

 

 

 

Og konur eins og mamma voru víđa

 

og vinnan ţeirra öđrum mikiđ gaf.

 

Ţćr vildu kćrleiksríkri hugsun hlýđa

 

og hjá ţeim aldrei neitt á verđi svaf.

 

 

 

En oft ţćr voru ţreyttar – ţađ veit

 

Drottinn,

 

og ţar um vitnar fjölmörg hetjuslóđ.

 

Ţví andi ţeirra af akri ţeim var sprottinn

 

sem uppskeruna bestu gefur ţjóđ.

 

 

 

Ég veit í hjarta ađ vegsemd sönn ţeim

 

mćtir

 

í veröld ćđri á helgum friđarstađ.

 

Ţví hér á jörđu Guđ ađ öllum gćtir

 

sem gera sína skyldu og meira en ţađ !

 

 

Rúnar Kristjánsson

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Maí 2024
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 14
  • Sl. sólarhring: 303
  • Sl. viku: 1338
  • Frá upphafi: 317978

Annađ

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 1023
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband