Leita í fréttum mbl.is

Innrásin í Frakkland – hvar er Karl Martel ?

 

 

 

Oft virđist fara svo, ađ á miklum örlaga-tímum verđi til stađar menn sem sigrast á miklum hćttum og bjarga málum fyrir eigin ţjóđ og jafnvel ađrar ţjóđir um leiđ. Slíkur mađur varđ Karl Martel í sögu Frakklands og ţess ber ađ minnast !

 

Saga Evrópu hefđi trúlega orđiđ allt önnur, ef hann hefđi ekki sigrađ her múslíma, eftir ađ sá herafli ruddist yfir Pyreneafjöllin frá Spáni og inn í Frakk-land. Ţá átti ađ láta sverfa til stáls og leggja allt undir yfirráđ múslíma. En Karl Martel var ekki á ţví og kom međ afgerandi sigri í ţessum hernađarátökum í veg fyrir ţćr ráđagerđir. Ţađ gerđist í orustunni viđ Poitiers áriđ 732 !

 

Auknefni Karls, heitiđ Martel, ţýđir hamar. Og vissulega hamrađi Karl oft kröftuglega á sínum andstćđingum og var sigursćll um sína daga. Hann var afi Karls mikla, sem í norrćnum heimildum er oftast kallađur Karlamagnús, eftir hinu latnesku heiti sínu Carolus magnus, sem ţýđir einfaldlega Karl mikli. Orđiđ magnus mun ţannig upphaflega hafa veriđ lýsingarorđ sem breyttist í nafnorđ !

 

Frankar voru allt frá tímum Clovis I. um 500, öflug hernađarţjóđ og ţeir risu hćst međ keisaraveldi Karls mikla um 800. Síđar breyttist nafn ţeirra í Frakka og vesturhluti ríkis Karls mikla varđ svo síđar ţađ Frakkland sem viđ ţekkjum í dag. Lengi hafa örlög Vestur-Evrópu veriđ ráđin í mörgu af franskri atburđarás og nú eru sannarlega hćttutímar og margt ađ varast !

 

En Frakkar eru, ađ margra mati, orđnir úrkynjađir nú á dögum, engu síđur en Bretar. Ţeir hafa lengi átt mjög slappa leiđtoga, sem hafa náttúrulega veriđ dćmigerđir sem slíkir, vegna ţjóđlegrar afturfarar á flestum sviđum. Og sannast sagna bendir lítiđ sem ekkert til ţess ađ Frakkland geti átt sér einhverja björgu-lega framtíđ fyrir höndum, ţví til ţess virđast engar raunhćfar forsendur eins vitleysislega og lengi hefur veriđ haldiđ á málum í landinu, ţjóđinni til mestu bölvunar !

 

Frakkar virđast nefnilega vera ađ missa völdin í eigin landi, ţví hliđstćđ innrás og sú sem kom yfir Pyreneafjöllin forđum, sýnist vera ađ heppnast eftir öđrum leiđum. Og nú virđast Frakkar ekki eiga neinn Karl Martel til ađ hamla slíkum ágangi. Og jafnvel ţó einhver jafni hans kynni ađ rísa upp til varnar yfirtöku lands og lýđs, eru varla nokkrir Frakkar eftir í landinu sem eru til ţess fćrir ađ standa í lappirnar gegn slíkum ágangi eins og menn !

 

Stuđningur viđ slíkan mann í ţví verkefni ađ tryggja öryggi lands og ţjóđar, yrđi ţví kannski hálfvelgjan ein. Svo mikil er afturförin orđin. Franska ţjóđin er orđin merglaus og veit ekki sitt rjúkandi ráđ. Og frönsk stjórnvöld hafa enga stefnu til ađ leysa ţann vanda sem á knýr. Og sá vandi hefur líka ađ langmestu leyti veriđ búinn til af sofandi pólitíkusum. Til hvers er veriđ ađ eyđa gífurlegum fjármunum í ađ endurbyggja kirkju ţegar landiđ er ađ falla í hendur múslíma ?

 

Litli franski forsetinn vill víst öllu heldur, ef marka má fréttir, fara í hofmóđi blekkinganna međ franskt herliđ í einhverskonar krossferđ eđa frelsisstríđ, austur til Úkraínu. Hann virđist sjáanlega jafn blindur fyrir ţví og ađrir skynlitlir Frakkar nú á dögum, hver stađan er heimafyrir. Honum vćri nćr ađ bjarga sínu eigin landi !

 

Macron litli er náttúrulega hvorki ígildi Karls Martel eđa Jóhönnu af Örk og reyndar býsna langt frá ţví. Ţađ er ţví eđlilegt ađ spyrja, hvađ getur orđiđ Frakklandi til bjargar eftir alla ţá vitleysu sem viđgengist hefur í landinu síđastliđna hálfa öld eđa meira, og hvar er vörnin fyrir ţá innrás sem nú er í gangi og hver er hún ?

 

Hvađ um franska menningu, sem hefur veriđ Evrópu svo mikils virđi, hvađ um franskt og evrópskt frelsi, jafnrétti og brćđralag í ţeim ţjóđlega anda, sem áđur var svo huglćgur í álfunni ? Hvađ um gildi okkur Evrópumanna og vörn fyrir ţá lífshćtti sem hafa veriđ okkur eiginlegastir í okkar eigin löndum ? Hvar er arftaki Karls Martel til ađ veita ţá forusta sem hann veitti ţegar mest lá viđ ?

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Maí 2024
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 91
  • Sl. viku: 1316
  • Frá upphafi: 321684

Annađ

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 1027
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband