Leita í fréttum mbl.is

Dansađu međ !

 

Nú til dags virđist ţađ vera einhverskonar samfélagsleg krafa ađ allir dansi međ. Ţađ er alveg sama hvađa vitleysa er höfđ uppi viđ, ţú átt ađ dansa međ. Annars ertu ekki gjaldgengur, talinn leiđinlegur og auđvitađ ómögulegur sérviskupúki !

 

Fyrir hrun áttu allir í fjármálageiranum ađ dansa međ, dansa í kringum gullkálfinn, dansa ţjóđina norđur og niđur. Ţeir örfáu sem ekki fengust til ţess voru kallađir gleđispillar og brennimerktir sem slíkir !

 

En ţessháttar gleđispilla var ekki ađ finna í bankakerfinu og ekki í neinum sérstökum valdastöđum, enda enn međ vott af almennri skynsemi og sćmilega heilbrigđir til höfuđsins. Ţađ eitt útilokađi ţá sem ţátttakendur í veislu fjármálalífsins, ţar réđi bara sú tilskipun ađ ofan – dansađu međ...

Og burt međ ţá sem vildu ekki taka ţátt í veisluhöldunum !

 

Ţeir sem stjórnuđu gleđinni og dansinum voru nefnilega háttsettir og valdamiklir menn, kviđmiklir og kćrulausir, dćmigerđir íslenskir fjármálasnillingar ţess tíma. En dansinn sem ţeir leiddu, dró ţjóđina út á ystu brún ţess hengiflugs, sem síđan hefur veriđ talinn hugsanlegur ógćfuendir okkar ţjóđlegu tilvistar ţví lítiđ höfum viđ lćrt. Og enn er sagt : Dansađu međ !

 

Af hverju skyldu dýralćknar verđa ađ lykilmönnum í stjórnmálum landsins ? Er ţađ vegna ţess ađ ţeir teljast kunna öđrum betur á húsdýrin, skepnurnar – fólkiđ í landinu, eđa hvađ veldur ?

 

Af hverju dansa yfirlýst og gráđum prýdd gáfnaljós úr háskólum međ hverri vitleysu sem upp kemur ? Ćttu ţau ekki ađ vita betur ? Taldi ekki gáfnahausinn mikli, forseti landsins, ađ Íslendingar myndu leggja undir sig heiminn fjármálalega séđ ?

 

,, You Ain´t Seen Nothing Yet !” sagđi mikilmenni smáţjóđarinnar fram í gegnum nefiđ, međ kokhreysti á fyrirhrunsárunum. Hann sá enga hćttu, bjargađi ekki neinu, en dansađi međ fram á síđustu stund !

 

Og forsćtisráđherrann, eins menntađur í efnahags-frćđum og mögulega unnt var ađ vera í gegnum ćđri skóla, sat skjálfandi á örlagabekknum og vissi ekkert hvađ gera skyldi, eins og meintur meistari hans komst ađ orđi !

 

Hann bađ bara Guđ ađ blessa ţjóđ sem var sokkin á kaf í fjármálavíti Mammons, og var leidd ţangađ af bönkum og fjármálastofnunum sem dönsuđu alla dómgreind norđur og niđur. Engin blessun getur veriđ í bođi viđ slíkar ađstćđur – ađeins bölvun !

 

Af hverju erum viđ, fólkiđ í landinu, aldrei í ţeirri stöđu ađ geta haft verulega hćft fólk á öryggisvakt ţjóđarinnar ? Af hverju erum viđ stöđugt í stórhćttu vegna flónsku og mistaka ţessa liđs ?

 

Er algert rof komiđ á milli menntunar og getu, er hćfnin engin ţegar á hólminn er komiđ ? Hverskonar skólakerfi erum viđ komin međ ? Hverskonar menntun fá menn eiginlega í dag ?

 

Er ţađ eina sem krafist er nú til dags – ađ fólk dansi međ hverri vitleysu sem upp kemur ? Er ekki kominn tími til ađ hćtta slíkum dansi ?

 

Ţurfum viđ ekki ađ fara ađ endurskođa býsna margt, ef viđ ćtlum ađ halda hér uppi sćmilega siđuđu samfélagi til framtíđar ?


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 10
  • Sl. sólarhring: 450
  • Sl. viku: 1327
  • Frá upphafi: 317306

Annađ

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 1029
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband