Leita í fréttum mbl.is

Af hverju sukkum viđ í snobbiđ ?

 

 

 

Ţegar Ísland varđ fullvalda ríki ađ nafninu til 1918, tók undirlćgjusinnuđ, danskmenntuđ embćttismannaklíka viđ völdum í landinu. Og í stađ ţess ađ byggja hiđ nýstofnađa íslenska ríki upp eftir sögulegum íslenskum forskriftum, var ţegar í stađ fariđ ađ apa eftir annarra ţjóđa ósiđum og einkum ţó dönskum. Ţađ var kannski bara ţađ sem búast mátti viđ af ţví hrokafulla og hrćsnisblindađa embćttismannaliđi sem öllu fékk ađ ráđa !

 

Og einmitt ţessvegna voru gerđ mörg mistök og sum hafa elt okkur fram á ţennan dag. Viđ hefđum til dćmis aldrei átt ađ taka upp svonefnda Fálkaorđu. Ţađ var ógeđsleg eftiröpun embćttislegrar goggunarrađar í Danmörku og víđar sem hefđi aldrei átt ađ fá ađ festa rćtur í ţví sem heita átti nýfrjálst ţjóđfélag Íslendinga. Viđ sváfum ţar illa á ćtluđum manndómsverđi okkar gagnvart innantómu titlatogi hégómans !

 

Viđ áttum ađ hafa ţjóđveldiđ okkar gamla sem nokkurskonar fyrirmynd ađ nýskipan mála hér eins langt og ţađ náđi. Byggja kerfi okkar og lagasetningu á víđtćkum ţjóđfrelsisákvćđum. Viđ áttum ađ sýna öđrum ţjóđum ađ viđ vćrum óhrćdd viđ ađ trođa nýjar slóđir til velferđar lands og lýđs. En ţess í stađ fylgdum viđ fast í skítaspor nágrannaţjóđanna !

 

Seinna meir viđ stofnun lýđveldisins hefđum viđ auđvitađ aldrei átt ađ búa til ţetta ömurlega og einskisnýta forsetaembćtti. Ţađ voru meiriháttar mistök og uppsetning á tómri yfirborđsmennsku og hégómaskap !

 

Viđ höfđum auđvitađ ekkert ađ gera međ einhvern toppskarf í tauhálsgervi, til ţess eins ađ eltast viđ snobbiđ og erlendar flibbadúa-elítur. Forsetaembćttiđ hefur aldrei skilađ neinu raunhćfu gagni fyrir ţjóđina. Ţađ hefđi aldrei átt ađ taka ţađ sýndarmennskuferli upp !

 

Og gagnsleysi hégómans varđandi ţađ og annađ hefur löngum veriđ okkur dýrt spaug. Ţegar viđ skođum kerfisuppbygginguna á Íslandi sjáum viđ fljótt ađ ţađ er ótrúlega mikil stéttaskipting í landinu. Ţađ er embćttisleg stéttaskipting og tekjuleg mismunun í meiri mćli en flestir gera sér grein fyrir. Öll manngildisleg viđhorf eru yfirleitt hundsuđ ţví snobbiđ rćđur !

 

Og međ hliđsjón af ţví hverskonar liđ ţađ var sem tók hér viđ völdum eftir fullveldiđ, ţarf enginn ađ undrast neitt ţó konungskórónan sé enn á Alţingishúsinu. Stćrstur hlutinn af kerfisklíkunni hefđi áreiđanlega viljađ hafa kónginn áfram !

 

Ţá hefđi veriđ hćgt ađ deila út ennţá fleiri orđum og heiđursmerkjum en Fálkaorđuforsetarnir okkar hafa komiđ í verk ţó viljugir hafi veriđ ţar til útdeilingar. Og hverjir skyldu helst slíkar ,,viđurkenningar" – yfirleitt einhverjir embćttismenn, flokksgćđingar, stórviđskiptagreifar og lögfrćđingar !

 

Ţađ er óţjóđleg skítalykt af ţví ţegar embćttismenn eru í raun ađ hengja orđur og krossa hver á annan í upphafinni sjálfumgleđi, svo ţeir geti boriđ alla dýrđina framan á sér í nćstu diplómataveislu og auglýst embćttislegt gildi sitt međ ţeim rammfalska hćtti !

 

Af hverju ţrćddum viđ keldur og kviksyndi annarra í stađ ţess ađ láta víti ţeirra okkur til varnađar verđa og skapa eitthvađ heilbrigt og gott í stađinn ? Af hverju urđum viđ aldrei sú ţjóđ sem viđ ćtluđum ađ verđa ? Höfđum viđ kannski aldrei í okkur merginn til ţess ?

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Maí 2024
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 16
  • Sl. sólarhring: 191
  • Sl. viku: 1447
  • Frá upphafi: 318270

Annađ

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 1099
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband