Leita í fréttum mbl.is

Vertu lax en ekki marglytta !

 

 

Til er dćmisaga sem segir frá ţví ađ lax og marglytta hafi mćst í miđjum sjó. ,, Munur er á,“ sagđi marglyttan. ,,Ég lćt straumana létta mér lífiđ og bera mig varlega vítt um sjá, en ţú stritar móti straumi og dasast til dauđa.“ ,, Varla ertu öfundsverđ,“ mćlti laxinn. Ţegar hvessir og stormur hvín, stćkka ćstar öldur, sem lemja ţig á land og ţú ferst í fjöru. Ţar liggur ţú límd viđ hleina eins og hrákaklessa, öllum til ama og andstyggđar. Menn láta eigi lítiđ um mig en ţig forđast allir og fyrirlíta og spyrna viđ ţér sem sparđi.“ !

 

Hvađ lesum viđ út úr ţessari dćmisögu ? Ţarna sjáum viđ fyrir okkur lýsingu á tveimur manngerđum. Viđ sjáum ţann sem flýtur međ í öllu og hinn sem berst gegn straumnum. Viđ sjáum ţann sem hefur enga sjálfstćđa hugsun og engan vilja til annars en ađ vera međ meirihluta líđandi stundar, og viđ sjáum hinn – ţann sem er tilbúinn ađ fórna miklu fyrir ađ standa fast á sínu og vera hann sjálfur !

 

Fyrri manngerđin er eins og viđ vitum fjölmenn og alls stađar auđfinnanleg međal sérhverrar ţjóđar, en hin seinni er ekki fjölmenn en ţó enn sćmilega finnanleg. Og ţú sem lest ţessar línur, hvar ert ţú staddur í ţessu samhengi ? Ertu marglytta eđa lax ?

 

Skáldiđ Bjarni Thorarensen yrkir svo varđandi laxinn og lífshćtti hans :

 

,, En ţú sem undan

ćvistraumi

flýtur sofandi

ađ feigđarósi,

lastađu ei laxinn,

sem leitar móti

straumi sterklega

og stiklar fossa !

 

Laxinn sinnir sínu lífshlutverki međ virđingarverđum hćtti. Hann tekst á viđ flúđir og fossa og hćttur í hafi og ám, til ađ skila sinni skyldu.Ţađ er hans hrós !

 

En marglyttan er áttavilltur aumingi. Hún veit ekkert á hvađa leiđ hún er. Hún hugsar bara um ţađ ađ fljóta – fljóta eitthvađ. Ytri ađstćđur ráđa öllu í hennar tilveru. Hún er í engu eftirbreytni verđ !

 

 

En samt eru lífshćttir fjölda manna í stíl viđ stađleysulíf marglyttunnar. Ţar á svo sannarlega viđ lýsingin – ađ fljóta sofandi ađ feigđarósi !

 

 

Menn fljóta í hugsunarleysi vćrđar um villuslóđir allt sitt líf uns dauđinn tekur viđ ţeim, hafa ekkert unniđ sem virđa má og hafa eytt lífi sínu 100% í hégóma og vitleysu. Hafa veriđ á tilgangslausu reki allt sitt líf !

 

Ţú sem lest ţetta, ég biđ ţig, ţín vegna, hugsađu ţinn gang, hafnađu ţví hlutskipti ađ vera marglytta, reyndu heldur ađ vera lax. Vertu ţér og ţínum til sćmdar og lifđu međ réttlćtiskennd og sannleika ađ leiđarljósi, sama hvađ ţú ţarft ađ fara ,,sterklega gegn straumi“ í villuferli tíđarandans !


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 313
  • Sl. sólarhring: 348
  • Sl. viku: 1551
  • Frá upphafi: 317809

Annađ

  • Innlit í dag: 267
  • Innlit sl. viku: 1213
  • Gestir í dag: 263
  • IP-tölur í dag: 261

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband