Leita í fréttum mbl.is

Arfleifð eymdarinnar sækir á !

 

 

Sú framvinda sem er í gangi og hefur verið í gangi langa hríð, varðandi líf mannkynsins á þessari jörð, hefur að mörgu leyti verið ferð til feigðar. Ekki bara vegna þess að við fæðumst og hljótum að deyja þegar þar að kemur, heldur vegna þess að við kunnum ekki fótum okkar forráð !

 

Og almennt séð höfum við aldrei lært þá lexíu sem nauðsynlegust er til vaxtar lífi og góðum gildum. Við lifum alltaf sjálfum okkur fyrst og fremst og fórnum litlu sem engu í þarfir náungans eða af mannlegri elsku til annarra. Það mun aldrei fæðast neinn maður með hugarfar Frans frá Assisi á Íslandi. Hér eru öll hin tíu boðorð ævitímans helguð últra-kapítalisma !

 

Og svo einn daginn erum við horfin yfir landamæri lífs og dauða með léttan mal og lítið veganesti, eftir vægast sagt ótrygga æviferð um viðsjált klækjaklungur sérgæskunnar. Einkunnarorð manna hérlendis eru löngu orðin „ Allt í eigin þarfir,“ og þannig er og hefur verið lifað - þroskalaust !

 

En Ísland verður ekki alltaf velmegunarland. Það munu koma þeir tímar sem snúa öllu á hvolf sem mönnum þykir snúa rétt í dag !

 

Mér virðist þegar ljóst að forsjónin sé byrjuð að telja niður velmegunar-forsendur mannlífsins hér á landi sem og reyndar víðar. Við höfum einfaldlega ekki staðist það próf sem eitt hefði getað forsvarað áframhaldandi lífsgæfu fyrir land og þjóð og skömm er óhófs ævi !

 

Hið daglega brauð mun verða vandsótt aftur og lífsbaráttan mun aftur snúast um hafa til hnífs og skeiðar. Engar gerviþarfir munu þá ráða lífinu heldur aðeins og eingöngu hin harðsótta glíma sem þreyta verður til að komast af. Fólk mun þurfa að hafa fyrir lífinu aftur !

 

Hinir efnameiri munu við þær aðstæður flýja til útlanda ef þar verður þá eitthvert skjól að finna. Öllu klúðri og öllum mistökum stjórnvalda verður sturtað niður til almennings og hann verður látinn borga ógæfureikningana eins og löngum fyrr, en þegar þarna verður komið verða þeir margfaldir að meinagildi !

 

Sú skuldastaða sem þá skapast mun valda stórlækkun á almennum lífskjörum og afæturnar munu þá hverfa burt úr landinu því þá verður ekkert hægt að éta frá okkur lengur. Innflytjendur munu heyra sögunni til !

 

Þá mun aftur verða til í landi þessu þjóð með eymd í arf, þjóð sem verður að gjalda stórra synda, þjóð sem hefur alltaf vantað sanna og heilbrigða forustumenn. Það forustuleysi mun hafa sínar illu afleiðingar !

 

Við Íslendingar höfum ekki sáð fyrir neinni framtíðargæfu því það gerir ekkert samfélag sem er sokkið í ágirnd og græðgi. Okkar eigið framferði mun dæma okkur. Við fljótum að feigðarósi og hljótum að uppskera arf eymdarinnar senn hvað líður !

 

Meðan við höfum ekki manndóm í okkur til að leggja kvótakerfið niður í núverandi mynd verður aldrei virðingarvert mannlíf í þessu landi !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 249
  • Sl. sólarhring: 290
  • Sl. viku: 1487
  • Frá upphafi: 317745

Annað

  • Innlit í dag: 219
  • Innlit sl. viku: 1165
  • Gestir í dag: 217
  • IP-tölur í dag: 215

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband