Leita í fréttum mbl.is

Naut í flagi !

 

 

Ţegar menn eru međ mikinn óhemjuskap og vađa áfram međ miklum fyrirgangi og athyglis-sćkjandi tilburđum, er ţeim stundum líkt viđ naut í flagi. Ţađ er eins og slíkum sé ţađ eđlislćgast ađ setja hausinn undir sig og bolast áfram – í gegnum girđingar málanna !

 

Slíkir mađur hefur mér virst Boris Johnson vera. Mér datt alltaf í hug naut í flagi ţegar fréttamyndir sáust af honum og sjaldan hef ég séđ svonefndan leiđtoga međ jafn fráhrindandi takta. Mađurinn virtist inngróinn tuddi !

 

Nú er ţađ svo ađ Bretar hafa ekki lengur neitt sérstakt vćgi í málum ţessa heims. Ţeir hafa veriđ ađ síga saman allar götur frá ţví um miđja síđustu öld og ţađ eina sem varir hjá ţeim er drottningin sem virđist ćtla ađ verđa eilíf. Kóngafólkiđ lifir lengi nú á tímum, enda slitnar ţađ ekki af erfiđi !

 

Nú ráđa Bretar ekki lengur í Indlandi en Indverjar virđast vera farnir ađ ráđa nokkuđ miklu í Bretlandi. Ţađ er ţó ekkert undarlegt viđ ţađ ţegar tekiđ er til ţess hvílík fjölţjóđasúpa býr nú í Bretlandi !

 

Vilja ţví sumir meina ađ Bretar hafi ekki ađeins tapađ stórveldisstöđu sinni á síđustu áratugum heldur líka ţjóđerni sínu !

 

Boris Johnson er ólíklegur til ađ verđa talinn í hópi ţeirra forsćtisráđherra Bretlands sem merkari hafa ţótt. Ţađ er eiginlega furđulegt hvađ hann hefur veriđ seinheppinn í nánast öllum sínum athöfnum í Downingstrćti 10. Hann hefur arkađ međ sitt ógreidda hár frá einu klúđrinu yfir í annađ !

 

Ţađ er eins og Bretar séu orđnir alls ófćrir um ađ koma sér upp bitastćđum forustumanni. Kannski er úrvaliđ bara ekki lengur bitastćtt sem úrval ?


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 355
  • Sl. sólarhring: 384
  • Sl. viku: 1593
  • Frá upphafi: 317851

Annađ

  • Innlit í dag: 297
  • Innlit sl. viku: 1243
  • Gestir í dag: 288
  • IP-tölur í dag: 287

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband