Leita í fréttum mbl.is

Skotum skal haldiđ til hlýđni !

 

Skotar sem guggnuđu á ţví ađ greiđa atkvćđi međ eigin sjálfstćđi 2014 vilja nú fá annađ tćkifćri til ađ kasta af sér húsbóndahelsinu. En nei,nei, Hćstiréttur Bretlands hefur komist ađ ţeirri niđurstöđu ađ ţađ sé ólöglegt og ekki í bođi. Af hverju skyldi ţađ nú vera ?

 

Af hverju er frelsi fólks til ađ ráđa eigin örlögum á Vesturlöndum ekki til umrćđu ? Jú, ţađ má ekki veikja vestrćn ríki. Ţađ ţarf ađ styrkja ţau. Skotar og Walesbúar verđa ađ búa viđ ćtlađ forrćđi Englendinga áfram sem hingađ til, Kataloníumenn verđa ađ búa viđ alla miđstýringuna frá Madrid og svo framvegis !

 

Nató vill engan klofning í ţeim ríkjum sem tilheyra bandalaginu. Ţađ má bara skapa klofning í öđrum ríkjum og ţar ţarf fólk hikstalaust ađ fá ađ búa viđ óskipulagt frelsi. Ţá er betra fyrir nýlenduvald Nató ađ ráđskast međ ţađ. En í Vestur Evrópu rćđur hinsvegar ţetta sérstaka Natófrelsi, sem bannar sjálfstćđi ţjóđa innan ríkjasambanda ţar, af meintum öryggis-ástćđum !

 

Ţegar afskaplega trúverđugur Hćstiréttur í London dćmir óbreyttu ástandi á Bretlands-eyjum í vil er ţađ sagđur lögmćtur gjörningur, og vilji menn samt frelsi verđur ţađ ólögmćtt frelsi. Yfirstjórn Nató rćđur ţví hvađ er lögmćtt sjálfstćđi, lögmćtt frelsi, lögmćtt lýđrćđi og lögmćtt stríđ !

 

Ţađ ţýđir ekki ađ deila viđ dómarann og menn verđa ađ viđurkenna lög og reglur hins rétta valds. Einkum og ekki síst ef ţeir búa í löndum sem eru ekki í Nató. Frelsi sem skekkir og veikir undirstöđur valdakerfisins í Brussel, bćđi hjá hinu Heilaga rómverska Efnahagssambandi og Nató, er auđvitađ ólögmćtt !

 

Og Skotar og Walesbúar munu vafalaust hćtta ţví ađ vera međ einhvern sjálf-stćđismála-derring eftir úrskurđ Hćsta-réttar ţví ţeir skilja ţetta svo sem alveg og beygja sig alveg áreiđanlega fyrir ţví !

 

En kannski er skýringin bara sú á ergelsi ţeirra, ađ ţeir vilja helst vera nćr kjötkötlunum í Brussel en Lundúnavaldiđ leyfir ţeim ađ vera eins og sakir standa. Svo ađ í raun og veru eru Skotar ekki ađ gera neina uppreisn gegn hinum vestrćnu máttarvöldum. Hćttan er ţví minni !

 

En Divide et Impera, ađ deila og drottna, eru í raun einkunnarorđ Evrópu-sambandsins og ćttuđ beint frá Róm. Og Nató kann vel ađ meta ţau einkunnarorđ ţegar réttur og lögmćtur ađili notar ţau. Ţađ segir sig nefnilega sjálft ađ slíkt hugtak á ekki ađ vera fyrir ađra, ţví valdiđ á aldrei og má aldrei fara úr réttum heimahúsum !

 

Eins og Neró talađi fyrir valdiđ í gömlu Róm talar Nató nú fyrir valdiđ í nýju Róm. Öll ríki eiga ađ klofna og verđa lítil og viđráđanleg utan heimavallar hernađar-bandalags Nató. En ríki innan ţeirra vébanda mega ekki slitna í sundur fyrir hugsunarlausar og alveg ólögmćtar frelsis-kröfur. Vestriđ ţarf ađ vera sameinađ og sterkt samkvćmt bestu Brussel-stöđlum eđa ţannig !

 

Skotar fá ţví ekki sjálfstćđi, ţví ţađ er ólögmćtur gjörningur hvađ sem Nicola Sturgeon og hennar hyski rífst og skammast. Vald yfir Skotum á hvergi betur heima en í London, nánar tiltekiđ í hinum háa Hćstarétti hinna frjálsu og sameinuđu Bretlandseyja !

 

Á Íslandi er kerfiđ svipađ enda erum viđ í Nató. Seđlabankinn vill engar launa-hćkkanir, fjármálaráđherra vill engar launahćkkanir og kannski á Hćstiréttur bara eftir ađ úrskurđa ađ launahćkkanir alţýđu manna séu ólögmćtar. Er ţá ekki allt í réttu Natófari og enginn ađ rugga bátum eđa spilla alrćđi hins rétta valds ?


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Maí 2024
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 462
  • Sl. sólarhring: 496
  • Sl. viku: 1598
  • Frá upphafi: 319022

Annađ

  • Innlit í dag: 419
  • Innlit sl. viku: 1257
  • Gestir í dag: 408
  • IP-tölur í dag: 398

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband