Leita í fréttum mbl.is

Rússar eru ađ loka vesturglugganum !

 

 

Ţađ hefur víđa veriđ bókađ í sagn-frćđilegum heimildum á Vesturlöndum, ađ Pétur Rússakeisari sem gjarnan hefur veriđ nefndur Pétur mikli, hafi haft ţađ sem stjórnarstefnu sína ađ opna vestur-gluggann. Ţađ er, ađ horfa til vesturs um tengsl og viđskipti Rússlands til framtíđar litiđ !

 

Sennilega er nokkuđ til í ţessu, enda ţekkti Pétur keisari ekki mikiđ til Vesturlanda og hélt áreiđanlega ađ ţau vćru mun betri en ţau voru. Hann fór reyndar til Hollands og kynnti sér margt ţar af eigin raun og vann ţar jafnvel sjálfur um tíma í skipasmíđastöđ, ađ sagt er. Var ţađ liđur í ţeirri ćtlun hans ađ auka verklega ţekkingu Rússa, en ţá ţóttu ţeir langt á eftir ríkjum Vestur Evrópu í allri ţróun og nánast hvergi samkvćmis-hćfir !

 

Líklega má segja ţrátt fyrir ýmislegt, ađ Holland hafi á ţeim tíma veriđ mun betra ríki en ţađ er nú á okkar dögum og kannski var ţađ ţá frjálsasta ríki Evrópu gagnvart mannréttindum, fram ađ ţeim tíma sem hér um rćđir, en ţađ átti nú fyrir sér ađ breytast og einkum ţegar Holland gleypti nýlendubakteríuna. Ţá datt Holland ofan í grćđgishyl arđránsins og hefur ekki skriđiđ upp úr honum síđan ađ heitiđ geti !

 

Rússland var allt frá byrjun milli-ríkjaviđskipta mikill markađur fyrir Vestur-Evrópuríkin og hagstćđur sem slíkur. Međan keisarastjórnin hélt velli og völdum í Rússlandi, vantađi ekki ađ umrćdd viđskipti skiluđu miklum ágóđa til verslunarfélaga og einstakra kaupmanna á Vesturlöndum og stóđu ađ mestu undir auđsöfnun ţeirra lengi framan ađ !

 

Rússneska keisarastjórnin var gjörspillt sem ađrar einrćđisstjórnir og samspil hennar viđ konungs og keisarastjórnir Evrópu oftast framkvćmt fullkomlega í siđlausum arđránsanda gegn öllum almenningsrétti. Reiđialdan sem reis ađ lokum 1917 gegn sérhagsmunum yfir-stéttanna, sópađi rússneska keisara-veldinu frá öllum ríkisvöldum og gerđi öll sérgćskuríkin í Vestur-Evrópu skíthrćdd um hagsmuni sína. Ekkert hrćđist sérgćska auđvaldsins meira en vald sem kemur ađ neđan, frá ţrautpíndum almúganum !

 

En Sovétríkin runnu sitt skeiđ, en gerđu Rússland áđur ađ öflugu herveldi, sem sigrađist á nazismanum eftir tröllsleg átök, en ţađ kostađi um 27 milljónir af landsmönnum lífiđ. Öll sú blóđtaka má skrifast á tjónareikning Vesturveldanna, ţví ţau gerđu Hitler út og ćtluđu honum í krossferđ austur á bóginn. En vopnin snerust í höndum fjármálakónganna í London, París og New York, ţví villidýriđ sem ţeir vöktu upp, lét ekki lengi ađ stjórn !

 

Nú hafa Rússar fengiđ nóg af Vestur-veldunum og sífelldum samsćrisplönum ţeirra og svikabrögđum. Ţeir eru ađ loka vesturglugganum og kannski hefđi aldrei átt ađ opna hann. Rússland eignast trúlega miklu betri viđskiptaríki í austurheimi og ţađ getur orđiđ ţar mikil orkuleg innspýting og undirstađa fyrir ný og framsćkin iđnríki !

 

Veldistími Vesturlanda er senn á enda í heimsviđskiptalegum skilningi. Ţau hafa sjálf dćmt sig til hnignunar og falls, međ yfirgengilegum hroka sínum og arđráni gagnvart öđrum heimshlutum. Dramb er - sem löngum fyrr - falli nćst !

 

Nú er fólk ţriđja heimsins fariđ ađ setja mark sitt verulega á íbúamengi Frakklands, Bretlands og Bandaríkjanna og eykur ţar stöđugt vćgi sitt. Ţar er ekkert lengur eins og ţađ var. Hugarfarsleg og kynţáttaleg yfirdrottnun fyrri tíma er ţví ţegar úr sögunni og ţađ meira ađ segja međal ţessara ţjóđa !

 

,,White Men´s Burden“ kennisetningar duga ţar ţví ekki lengur á innanríkismarkađi pólitískra viđhorfa. Loksins er komiđ ađ endanlegum skuldadögum óteljandi mannréttindabrota hinnar vestrćnu yfirdrottnunar og ţađ er löngu tímabćrt fyrir heildarhagsmuni mannkynsins. Ţađ verđa háir tjóna-reikningar skrifađir á nćstunni !

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Maí 2024
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 718
  • Sl. sólarhring: 737
  • Sl. viku: 1854
  • Frá upphafi: 319278

Annađ

  • Innlit í dag: 652
  • Innlit sl. viku: 1490
  • Gestir í dag: 627
  • IP-tölur í dag: 610

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband