Leita í fréttum mbl.is

Frumort vantraust á ríkisstjórnina


Ég brjóta vil ei brákađan reyr

og byrja skamma raus.

En sé á öllu ađ hann Geir

er alveg getulaus !

 

Ég vildi reyna ađ vera hress

og vita fátt til meins.

En tel ţó ljóst ađ Imba S

er ekki fćr til neins !

 

Ég kysi ađ hefja hugarfley

og hćkka vonarkveik.

En Ţorgerđi ég ţoli ei

og ţykjustunnar leik !

 

Ég vil ei ţurfa ađ sitja um sviđ

viđ sálrćn rofabörđ.

En Björgvin og hans bankaliđ

er brotalamahjörđ !

 

Ég vildi margan geta glatt

og glćtt hinn létta brag.

En mér líst illa á Árna Matt

og allt hans háttalag !

 

Ég kysi ađ geta stundir stytt

og starfshönd lagt á plóg.

En Össur vekur ógeđ mitt

og andúđ meira en nóg !

 

Ég vil ei níđa náungann,

og nćrist best viđ friđ.

En Einar Kristinn - karlinn ţann

ég kann sko ekki viđ !

 

Ég ţrái ađ eiga inni í mér

ţann yl sem fyrr ţar var.

En Kristján Möller mađur er

sem mýkir ekkert ţar !

 

Ég kysi ađ horfa hugar rór

á höft sem verđi leyst.

En gaukum á viđ Guđlaug Ţór

ég get í engu treyst !

 

Ég vil ei glata glórunni

og glötun eina sjá.

En ţegar ég heyri í Ţórunni

er ţolinmćđin smá !

 

Ég kysi ađ geta varnir veitt

og viđ ţađ hugur dvelst.

En Björn í engu bćtir neitt

sem bćta ţyrfti helst !

 

Ég vildi ađ eitthvađ vekti trú

á viđgang mála hér.

En vantraust fyllir vitund nú

svo vanhćf stjórnin er !

 

Og gjörvöll ţjóđin gćti ađ sér

og geri síst ţađ eitt,

ađ treysta á ţađ sem ekkert er

og aldrei verđur neitt !

 

 

 

 

 

 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 13
  • Sl. sólarhring: 68
  • Sl. viku: 1188
  • Frá upphafi: 316787

Annađ

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 889
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband