Leita í fréttum mbl.is

Rúnir Sögunnar - Kvćđi ort á hvítasunnu 2009.

Ég rek gegnum anda minn rúnir ţćr allar

sem ristar í söguna blasa viđ mér.

Ţví ţar er svo margt sem til ţjónustu kallar

og ţreyjandi hugurinn finnur og sér.

 

Ég les ţessar rúnir og elska ţann anda

sem í ţćr er ristur međ lifandi bođ.

Ađ hver eigi sannur ađ sínu ađ standa

og sífellt ađ reynast ţeim veikari stođ.

 

Ég les ţetta kćrleikans algilda efni

og er ekki í vafa um sannindin ţar.

Og vildi ađ allir ţeir vöknuđu af svefni

sem veglausir eru á landi og mar.

 

Sem blindađir ganga međ sálina í svelti

og sjá ekki tímann sem rennur ţeim frá ;

sem pundiđ sitt grafa í einhyggju elti

og afskrifa lífiđ međ glötunarţrá.

 

Ţeir eru svo margir sem halda ađ hjómiđ

til huggunar verđi á ćvinnar leiđ.

En standa svo mćddir og stara út í tómiđ

og stynja í sjálfskapar-vítanna neyđ.

 

Sem sjá ekki ađ lokum til lausnar í neinu

og lamast á sálinni í ţrúgandi vist.

Ţó standi ţađ ávallt og stöđugt á hreinu,

ađ stefna til lífs - er ađ treysta á Krist !

 

Í návist hans umbreytist einhyggju stefiđ

uns elskunnar kraftur međ fögnuđi rís.

Ţví hann er ţađ ljós sem er heiminum gefiđ

og hann er sú blessun sem öllum er vís !

 

                                                           Rúnar Kristjánsson

 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 128
  • Sl. viku: 1179
  • Frá upphafi: 316778

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 883
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband