Bloggfærslur mánaðarins, október 2010
22.10.2010 | 19:57
Hið raunverulega vald
Í lýðræðisþjóðfélagi býr hið raunverulega vald hjá fólkinu sjálfu. Við kjósum okkur fulltrúa til að fara með það vald um tiltekinn tíma, en valdið hverfur aftur til okkar fyrir hverjar kosningar. Þeir sem fara illa með þetta vald sem þeir fá að fara með í umboði okkar eiga náttúrulega ekki að fá það framlengt í kosningum.
Við höfum því val í kosningum til að færa þetta umboð hverju sinni til þeirra sem við treystum best eða í öllu falli til þeirra sem við teljum skásta valkostinn.
Lýðræðis-fyrirkomulagið segir okkur ekki endilega að við eigum góðra kosta völ, en það segir okkur þó að við getum skipt um valdhafa og það er af því góða.
Margt fólk í heiminum á ekki völ á slíku og ef við lítum aftur í tímann sjáum við hvílík skelfing það hlýtur að hafa verið fyrir venjulegt fólk að þurfa að búa endalaust við einræði og harðstjórn án þess að fá nokkuð um það að segja.
Þessvegna þurfum við að meta kostina sem í lýðræðinu búa og ávaxta þá sem best í hugsun okkar og framferði.
Stjórnvöld í lýðræðisþjóðfélagi eiga að hafa sem grundvallar-reglu, að vaka yfir velferð þegna sinna, tryggja heildarhagsmuni lands og þjóðar og vera stöðugt á þeirri öryggisvakt. Til þess eru menn kosnir til forustu að þeir sinni þessu verki og það hafi allan forgang hjá þeim. Öryggisvarsla er alvörumál !
Við höfum ekkert að gera með fólk sem svíkur í þeirri stöðu, fólk sem virðist bara vera að vinna fyrir efnafólkið - auðmennina og afæturnar !
Við höfum lýðræðislegt vald til að afsegja slíkt ógæfulið - ekki bara á fjögurra ára fresti, heldur hvenær sem er, ef neyðarréttur lýðræðisins krefst þess.
Fólkið í landinu hefur staðið undir allri uppbyggingu þjóðfélagsins til lands og sjávar, lagt í það líf sitt og starf. Vanhæfir forustumenn hafa splundrað þeim ávinningi og eyðilagt marga nauðsynlegustu velferðarþætti samfélagsins. Öryggisnetið okkar reyndist vera orðið eins og gatasigti fyrir þeirra tilverknað þegar það þurfti að duga sem best.
Og þetta vanhæfa forustulið neitar stöðugt að játa brot sín, kemur fram með hroka og steigurlæti og telur sig jafnvel hafið yfir lög og rétt. Og heilaþvegnir fylgjendur þess enduróma þá ólýðræðislegu afstöðu.
En það skal munað að hið raunverulega vald er hjá okkur, borgurum þessa lands.
Við getum fyllt Austurvöll og allar göturnar í miðbæ Reykjavíkur á svipstundu, ef okkur finnst að það valdalið sé ekki að gera skyldu sína, sem á að vinna fyrir þjóðina - í ríkisstjórn og á þingi. Við mótmælum þá öll í fullum krafti samstöðunnar og krefjumst nýrra kosninga og nýrrar forustu.
Út með það gamla og óhæfa, inn með nýtt og ferskt afl !
Valdstjórn sem vinnur gegn þjóð sinni fær aldrei staðist til lengdar og við viljum ekki nein slík stjórnvöld á Íslandi. Slíkt stjórnarfar á ekki heima hér.
Kjarna-atriði lýðræðisins er eins og Abraham Lincoln skilgreindi það í Gettisborgarávarpinu, - að frelsi lýðs og lands varir meðan stjórn fólksins, á fólkinu byggð, fólksins vegna til " er fyrir hendi.
Látum ekkert stjórnvald deyfa tilfinningu okkar fyrir frelsi, réttlæti og sönnum mannréttindum.
Látum engin yfirvöld fara með okkur eins og þræla !
Verum heil í okkar íslenska anda, virðum öll góð gildi og heiðrum það sem heiðra ber.
En látum ekki svipta okkur mannréttindum okkar og munum það öll - að hið raunverulega vald er okkar !
17.10.2010 | 10:47
Um skammtímaminni og skynsemisrof
Ég hef verið að velta því fyrir mér hvernig staðan á minnishæfni fólks er svona yfir höfuð. Það virðast nefnilega býsna margir vera eingöngu búnir skammtíma-minni og það verulegu skammtímaminni. Það er eins og sumir geti alls ekki hugsað ofurlítið aftur í tímann og dregið pínulítinn lærdóm af því sem sagan kennir.En staðreyndir tala alltaf sínu máli þó til séu ýmsir sem aldrei lesa eða geta lesið þau skilaboð sem þær flytja.
Maður að nafni Davíð Oddsson komst hér til valda árið 1991 og reyndar var það nú Jón Baldvin Hannibalsson sem greiddi honum för upp í stól forsætisráðherra.
Ekki býst ég þó við því að Jón sé ýkja stoltur af þeim gjörningi sínum í ljósi eftirtímans. En við sjáum oft ekki til hvers verk okkar leiða og vildum oft fegin geta tekið ýmislegt aftur, einkum ef við erum fær um að skilja mál staðreyndanna.
Umræddur Davíð sýndi það fljótt að hann er nú einu sinni þannig gerður, að hann vill yfirleitt allt eða ekkert. Hann vildi því vera einn á hátoppnum og sitja þar sem óumdeildur " Bubbi kóngur " !
Af þeirri ástæðu sá hann fljótlega að Jón Baldvin var ekki nógu leiðitamur fylgdarmaður á valdaveginum og því þyrfti hann nauðsynlega að leita annarra valkosta. Hann gerði sér brátt grein fyrir því að hann myndi komast miklu lengra með Halldór Ásgrímsson en Jón Baldvin. Þar var rétti maðurinn fyrir hans hentugleika í pólitíkinni.
Um þetta leyti var Davíð orðinn mjög þreyttur á samstarfinu við Jón Baldvin. Aðalástæðan fyrir því hvað hann fór í taugarnar á Davíð var að hann hafði líka mikla löngun til að standa í sviðsljósinu. Menn með kóngaeðli eiga erfitt með að þola slíka samkeppni.
Davíð þóttist líka sjá að Halldór væri svo mikill þumbari að hann myndi aldrei skyggja á hann eins og Jón gerði óneitanlega. Svo Davíð losaði sig við Jón og kippti Halldóri upp í stjórnarsængina því hækju þurfti hann sér við hlið.
Og nú fór það svo að Davíð hélt völdum lengur en nokkur maður hefur gert á Íslandi. Hann var í rauninni æðsta vald í Íslandsmálum nokkuð á annan áratug og flokkurinn hans samfleytt í um 18 ár.
Og þá er það spurningin stóra, ef stefna Davíðs hefði verið góð, hefðu þá ekki ávextir hennar átt að sanna sig til framtíðar og við Íslendingar átt að vera í góðum málum nú og eftirleiðis ?
Jú, auðvitað ætti það að vera þannig, en því miður er því ekki að heilsa.
Og hversvegna skyldi það vera ? Jú, vegna þess að stefna Davíðs var ekki góð fyrir land og þjóð. Hann fékk betra og meira tækifæri til að láta gott af sér leiða í málum þjóðarinnar en nokkur annar íslenskur stjórnmálamaður hefur fengið, en klúðraði hlutunum meira og minna.
Hann afhenti bankakerfið okkar þeim mönnum sem var allt betur gefið en þjóðleg ábyrgðarkennd. Seinna átaldi hann þessa menn þegar fyrir fór að liggja hvernig þeir höguðu sér, en til eru myndbönd sem segja frá því hvernig hann hóf þá til skýjanna með hástemmdum orðum. Þá voru þetta fjármálaséní Davíðs Oddssonar !
Og þá kemur að skammtímaminni fólks. Sumum er gjörsamlega fyrirmunað að leggja staðreyndir rétt saman. Staðreyndir eins og - Enginn Davíð Oddsson = Ekkert hrun.
Enginn Sjálfstæðisflokkur undir Davíð Oddssyni = Ekkert hrun.
Eftir að allt var keyrt í þrot hér, gekk einn hægrisinnaður kunningi minn um lengi vel með höfuðið undir hendinni og sagði hálf kjökrandi : "Við verðum að fá Davíð aftur, hann er sá eini sem getur bjargað þessu við !!!"
Ég spurði hann - eiginlega furðu lostinn - hvað hann ætti eiginlega við ?
Jú, - " Davíð sá þetta fyrir, hann varaði við ! ", var svarið............ !!!!!!
Svona skyni skroppið getur nú fólk á Íslandi verið á miðju háupplýsingar- tímabili þjóðarinnar. Það verður algert skynsemisrof í hugsun þess, vegna þess að pólitíkin er harður húsbóndi og heimtar iðulega staðreyndir,sannleika og glóru burt.
Holdi klæddur höfuðgerandi hrunsins átti sem sagt að bjarga öllu við........ maðurinn sem í hálfan annan áratug réði því sem hann vildi í stjórnkerfinu.
Fólk sem virðist ekki muna lengra en til dagsins í gær heldur að hann muni bjarga öllu við ? Er hægt að hugsa sér meiri vanvita?
Þegar pólitísk moldviðri hruntímans eru gengin yfir og villurykið sest, munu menn fara yfir öll þessi mál af meiri skynsemi en áður og þá mun koma í ljós að enginn einstakur maður ber meiri ábyrgð á því sem gerðist en " Bubbi kóngur " !
10.10.2010 | 19:34
"Samviskan góða og skjöldurinn hreini !"
Íslenska bankakerfið er sem óðast að finna aftur fyrirhruns-gírinn sinn og virðist hrokast upp með hverjum deginum. Sömu goðin eru komin í dýrkun á ný og sú Mammons-tilbeiðsla er aftur farin að gera bankakerfið að ríki í ríkinu.
Það er ekki tap í því að afskrifa hjá Bjarna Ármannssyni, Björgólfunum, Jóni Ásgeiri og Jóhannesi, Pálma Haraldssyni, Bakkabræðrum ; eða í stuttu máli sagt, öllu pakkinu sem setti þjóðfélagið á hausinn með dyggri aðstoð duglausra stjórnvalda. En það er tap í því að afskrifa eitthvað hjá almenningi !
Og þó er þar um að ræða smáupphæðir miðað við allt stórfúlgustandið í kringum sérréttindahyskið !
Bankarnir vinna enn á sama hátt og áður. Skuldakóngarnir ganga þar inn sem áður, fattir og drembilátir, og það er bugtað fyrir þeim í bak og fyrir.
Svo er öllum viðbjóði viðskiptanna sturtað niður til almennings. Þar skal hver króna verða borguð, tvíborguð og tugborguð, borguð meðan blóðdropa má kreista þar út. Slík er staðan og hún æpir á uppgjör fyrir hönd þjóðarinnar - fólks þessa lands !
Við þessar ömurlegu aðstæður leyfa þeir sér að koma fram, þeir sem fyrst og fremst bera ábyrgðina gagnvart okkur - almennum borgurum þessa lands - og lýsa því yfir í heyranda hljóði - að þeir hafi góða samvisku og hreinan skjöld !!!
Er hægt að hugsa sér meiri óskammfeilni gagnvart almennum mannréttindum í þessu landi. Og þessir aðilar eiga að vera ósakhæfir - sama hvað þeir gera !
Það verður að setja stjórnmálamönnum víti til varnaðar, þeir verða að skilja að þeir eru ekki og eiga ekki að vera drottnarar yfir lífi okkar og velferð, heldur eru þeir og eiga að vera þjónar þjóðarinnar og bera ábyrgð sem slíkir.
Pétur Blöndal sem er, að mínu áliti, einn ógeðfelldasti meðlimur alþingis, ásamt Tryggva Þór Herbertssyni, kemur æ ofan í æ fram með sömu reikningsrökin gegn öllu sem orðið getur almenningi þessa lands til hjálpar. Samkvæmt stærðfræði-formúlum Péturs er tap af öllum bjargráðum sem kunna að vera gerð fyrir venjulegt fólk.
En hann reiknar aldrei út hvað afskriftir á skuldum auðmanna og allskyns forréttindaliðs hafa kostað þjóðina. Og af hverju skyldi það vera ?
Það er einfaldlega vegna þess að Pétur Blöndal hefur aldrei verið annað en málpípa fjármagnseigenda og sérréttindahyskis. Hagsmunir hans og hans líka hafa aldrei átt samleið með hagsmunum almennings í þessu landi.
Ég geld mikinn varhug við mönnum eins og honum, sem í raun vinna með allt öðrum hætti á alþingi en þeir ættu að gera. Slíka þingmenn tel ég ekki talsmenn þjóðarhagsmuna. Ég lít svo á að þeir gæti hagsmuna sem liggja miklu þrengra en það - ýmissa sérhagsmuna - sem iðulega standa þvert í vegi þess sem til almenningsheilla horfir.
Það hefur mörgum úlfum verið leyft að rífa í sig fjöregg lífs okkar og starfs á undanförnum árum. Núlifandi skaðamenn Íslands eru orðnir margir og Gissur jarl, Jón skráveifa og aðrir ólánsmenn íslenskrar sögu fyrri alda, blikna gjörsamlega við samanburðinn. Það er skoðun mín að sumir verstu óhappamenn Íslandssögunnar lifi á meðal okkar í dag, - og það í vellystingum praktuglega !
Hörmulegar afleiðingar ólánsverka þeirra ættu þó að blasa við hverjum manni.
Og svo má ekki anda á þessa menn - þessa menn með góðu samviskuna og hreina skjöldinn..........................................!
Afsakið, ég verð að hætta núna, ég þarf að gubba !!!!!!!!!!!!!!!!!
6.10.2010 | 19:19
Lýðræðisákall á Austurvelli
Íslenska þjóðin er þreytt, þreytt á spillingu, lygum og svínaríi, þreytt á því ógeðslega fyrirbæri sem kallast pólitík og gengur út á blekkingar og svik.
Venjulegt fólk sem hefur hingað til aðeins óskað þess að fá að lifa í friði, sér sig knúið til að hefjast handa gegn ómennskunni sem ein virðist viðgangast í Alþingishúsinu. Fólk rís upp til að verjast því að stjórnvöld helli yfir það skuldadembunni og skítlegheitunum sem fæddust og voru framkölluð í kerfinu gegn almannaheill.
Þetta er þjóðleg uppreisn gegn ræfildómi ráðherra og alþingismanna. Fólk sættir sig ekki lengur við að það sé sett í þrælsstöðu skuldarans fyrir ávirðingar ráðamanna, sem segjast vera með hreinan skjöld og góða samvisku.
Og það er ekki bara um ásetta skuldahlekki einnar kynslóðar að ræða, heldur barnanna okkar líka. Jafnhliða því hefur ævistarf kynslóðar foreldra okkar og foreldra þeirra verið eyðilagt að stórum hluta til. Allt fyrir sofandahátt stjórnvalda og framferði ræningjanna sem fengu bankana okkar gefins fyrir tilverknað manna sem segjast enn í dag hafa góða samvisku og hreinan skjöld !
Þjóðin gerir uppreisn gegn vinnubrögðum slíkra vítisengla og vill þá burt.
Er það nokkur furða ? Við getum ekki sýnt endalaust langlundargeð - ekki þegar líf okkar og barnanna okkar er í veði !
Sumir hafa hneykslast á því að fólk hafi haft börnin sín, ung og smá, með sér í mótmælunum á Austurvelli. En er það ekki líka framtíð þeirra sem er í veði ?
Nær væri svo vændislegum siðapostulum að hugsa um það hvað framferði ráðamanna og bankaræningjanna, útrásarvíkinganna og kvótagreifanna, hefur gert þessum börnum - svikið þau um framtíð sem hefði átt að vera björt og fögur !
Mótmælin á Austurvelli eru lýðræðiskall - kall eftir réttlæti, kall eftir jöfnuði og eðlilegum íslenskum veruleika. Sú misréttis-staða sem hefur verið pumpuð upp á Íslandi síðustu tuttugu árin, af frjálshyggjuöflum til hægri, er ekki og má ekki vera skilgreind sem íslenskur veruleiki. Hún er afskræming þess veruleika !
Við stöndum frammi fyrir siðvillu í stórum stíl af hálfu þeirra sem sitja á þingi og víðar í stjórnkerfinu. Sumir játa mistök sín en aðrir ekki, Steinunn Valdís fór en ekki Guðlaugur Þór !
Þorgerður Katrín er komin til leiks á ný eins og ekkert sé eðlilegra og Björgvin G. líka. Seta slíkra fulltrúa á Alþingi endurspeglar engan veginn vilja þjóðarinnar og þetta fólk ætti að skilja að tími þess er útrunninn. Það getur aldrei notið trausts á ný sem þingmenn og ætti að sjá sóma sinn skástan í því að hverfa af vettvangi löggjafarsamkundunnar.
Við Íslendingar viljum ekki útlenda ráðstjórn í okkar landi, hvorki handbendi Alþjóða gjaldeyrissjóðsins eða ESB, við viljum heiðarlegt og gott fólk af okkar eigin þjóð í forustu. Við viljum varðveita af fremsta megni eðli okkar og arfleifð, sjálfstæði okkar og siðvitund.
Mótmælin á Austurvelli eru ákall um að þjóðin - hin íslenska mannfélagsheild, verði ekki borin út af heimilum sínum, verði ekki svikin og svívirt, verði ekki myrt af eigin yfirvöldum. Sú reiði sem sýnd hefur verið er ekkert miðað við þá holskeflu sem ríða mun yfir, ef ráðamenn halda áfram að þverskallast við beiðni þjóðarinnar um réttlæti og neita að skilja það ákall sem hefur til þessa verið sett fram með tiltölulega friðsamlegum hætti.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 7.10.2010 kl. 18:21 | Slóð | Facebook
2.10.2010 | 20:26
Alþingi féll á prófinu
Dapurleg er niðurstaðan hjá þinginu varðandi landsdómsmálið. Ég bjóst reyndar ekki við öðru. Alþingi hefur nú sýnt og sannað að það veldur því ekki að vera þjóðþing okkar Íslendinga, það er bara hagsmunagæsluhjörð fyrir pólitíska samtryggingu og vildarvinakjör. Það setur lög sem eiga að virka niður á við og falla af fullum þunga á almenna borgara þessa lands, en pólitíska elítan á að vera heilög, forustulið flokkanna, á að vera ósnertanlegt.
Sama kvöldið og Geir H. Haarde lýsti því yfir í sjónvarpi að skjöldur hans væri hreinn og samviska hans góð, var í fréttum sagt frá 1300 nauðungaruppboðum á heimilum og fyrirtækjum. Þar er hluti af því sem átti sér stað á hans valdatíma vegna þess að það var enginn á ríkisstjórnarvaktinni.
Í mínum huga er Geir skipstjóri sem sofnaði í brúnni á skipi sínu, sem því miður var þjóðarskútan sjálf. Hún strandaði því fyrir vikið, með þeim hætti að hluti af þjóðinni hefur stórslasast efnahagslega og ber ekki sitt barr.
Ég sé hvorki hreinan skjöld eða góða samvisku í því máli. Auðvitað átti að heimila málsókn á hendur öllum fjórum ráðherrunum og alþingi átti að sýna að það væri hlutverki sínu vaxið.
En hvað gerðist, þingmenn Stóra Þjóðarógæfuflokksins greiddu allir atkvæði eftir flokks-samviskunni sem er teygjanlegasta fyrirbæri Íslandssögunnar, þingmenn Samtryggingarinnar greiddu sýnilega atkvæði gagngert til að fría sína ráðherra, afstaða annarra lá áður nokkuð ljós fyrir, en nokkur hluti Litla Þjóðarógæfuflokksins vildi ákæra, sem kom kannski á óvart.
En hvað hefðu þingmenn þess flokks gert ef Halldór Ásgrímsson og Valgerður Sverrisdóttir hefðu átt yfir höfði sér að vera dregin fyrir landsdóm ?
Ég ítreka að þingið veldur ekki því hlutverki að vera þjóðþing okkar Íslendinga.
Á þingi sitja augljóslega í yfirgnæfandi meirihluta manneskjur sem hafa greinilega allt önnur viðmið með veru sinni þar en að þjóna þjóð og landi sem best.
Sjálfið virðist yfirtaka allt annað í huga slíkra einstaklinga og ferilskráin er sjáanlega þeirra eini átrúnaður.
Engin stjórnvöld virðast nú njóta tiltrúar og virðingar í landinu, hvorki forsetinn eða ríkisstjórnin, þaðan af síður alþingi eða dómsmála-yfirvöld. Þetta lið er allt meira eða minna samdauna þeirri spillingu sem viðgekkst fyrir hrun og ætlar sýnilega ekki að hreinsa til í einu eða neinu. Það er ekki annað að sjá en að einbeittur brotavilji sé hjá öllu valdahyskinu að halda þjóðfélaginu í sama skítafarinu áfram.
Þjóðin getur ekki búið við svona óhæft forustulið. Það verður að fá einhverja inn á þing sem hafa vilja, getu og þor til að vinna fyrir þjóðina og landið, fyrir Ísland og íslenska þjóð !
Nýjustu færslur
- Endurreisn ómennskunnar !
- ,,Fylgiríki Bandaríkjanna ?
- Hin kratíska feigðarstefna Norðurlanda !
- Útþenslustefna Bandaríkjanna !
- ,,Nýja Kalmarsambandið og glóruleysisgangan !
- Litlar, leiðitamar þjóðir !
- Er herleiðing Flokks fólksins að hefjast..... ?
- Um tilhneigingar til frestunar lýðræðis ?
- Enginn friður, engir samningar, ekkert traust !
- Athyglisverð orð :
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 69
- Sl. sólarhring: 117
- Sl. viku: 638
- Frá upphafi: 365536
Annað
- Innlit í dag: 65
- Innlit sl. viku: 550
- Gestir í dag: 65
- IP-tölur í dag: 63
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)