Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2020
28.2.2020 | 16:18
Um nýjar landvinninga-aðferðir !
Í gamla daga fólust landvinningar sem vitað er, að mestu í herferðum og styrjöldum. Þá komst einhver kóngsinn í útþenslugír og vildi stækka sitt umráðasvæði og olli svo oftast með yfirgangi sínum dauða tugþúsunda eigin þegna og annarra. Helstu böðlarnir af því tagi hafa gjarnan fengið auknefnið ,,hinn mikli í Sögunni, einkum þó ef þeir heyrðu Evrópu til !
Við þekkjum nöfn eins og Karl mikli, Pétur mikli og Friðrik mikli, Napóleon mikli eða stóri o.s.frv. En þessir menn voru allir fyrst og fremst miklir ógnvaldar í blóðsúthellingum og manndrápum, enda sagt að Friðrik Prússakóngur hafi sagt að fátt óttaðist hann meira en það að hermenn hans færu að hugsa. Skiljanlega vilja slíkir bölvaldar mannkynsins ætíð síst af öllu að fólk fari að hugsa !
Fyrrnefndir óþokkar vildu bara hafa heilu herfylkin af hlýðnum dátum sem áttu að hlaupa út í dauðann í hvert skipti sem þeir skipuðu svo fyrir. Og hvað skyldu nú margar milljónir hafa týnt lífinu fyrir slík hlaup að kröfu kónga og keisara ? Bretar - sem alltaf hafa verið hugsunarskertir konungsþrælar, fundu á sínum tíma upp áróðursfrasann ,,For King and country ! Og undir slíkum og þvílíkum hvatningarorðum hlupu menn út í landvinningastríð um alla veröld í eina tíð og létu drepa sig í hrönnum fyrir annarra hagnað !
En nú á tímum þarf hinsvegar ekki kónga eða keisara eða hliðstæð kvikindi til að standa fyrir landvinningum. Aðferðin nú til dags er að leggja undir sig annarra lönd með heilu þjóðflutningunum. Þar er þá um að ræða ígildi margra fimmtu herdeilda af yfirlýstu flóttafólki á faraldsfæti sem segist hvergi eiga skjól og spyr svo : ,,Má ég ekki bara eiga heima hjá þér ?
Og það sem í þessari aðferð felst, er nú að gerast í stórum hluta Evrópu, einkum vesturhlutanum, þar sem náðst hefur einna mest velferð. Það er nefnilega drýgst upp úr því að hafa að fara þangað. ,,Breed them out er kjörorð þeirrar nútíma-valdasóknar sem gangsett hefur verið, og með henni streyma inn í viðkomandi þjóðfélög tugþúsundir innflytjenda sem vilja ekkert frekar en að sölsa undir sig áunna velferð þeirra sem þar búa !
Þannig eru landvinningar nútímans ! Þriggja til fjögurra manna evrópsk fjölskylda vegur lítið til lengdar á móti tíu til tólf manna fjölskyldu sem kemur að utan og heimtar pláss. Rómverjar glímdu við sama aðstreymisvanda á sínum tíma, en munurinn var sá, að Kimbrar og Tevtónar og aðrir sem voru á flakki þá og vildu leggja undir sig hið þróaða Rómaveldi, kunnu ekki nógu vel til verka !
Þeir ösnuðust til að koma inn á sviðið sem opinberir innrásarmenn, en það áttu þeir auðvitað ekki að gera. Tilgangurinn var allt of augljós með slíku framferði. Rómverjar áttuðu sig fyrir vikið snarlega á aðsteðjandi hættu og innrásarmennirnir voru sigraðir en það kostaði sannarlega sitt. Margra ára styrjaldir og miklar fórnir. En sú aðferð sem Kimbrar og Tevtónar notuðu þykir orðin nokkuð úrelt í dag, enda hefur mörgum orðið hált á henni. Aðrar miklu þægilegri leiðir eru nú í boði !
Í dag eru innrásarmennirnir því grímuklæddir, leynast undir slæðum og ýmsum villubúningi. Þeir segjast vera flóttamenn héðan og þaðan og allir hafi verið vondir við þá. ,, Ætlið þið að vera það líka ? er svo spurt með miklum sársauka í svip og orðum. Og auðvitað bráðnar þá hjartað í vestur-evrópskum yfirvöldum og faðmurinn er breiddur út á móti hverjum sem er umhugsunarlaust. Og auðvitað fylgja íslensk yfirvöld þar með í vitleysunni sem oftar !
En því miður þarf plássið sífellt að vera meira, því fyrst kemur einn og fær að vera, svo þarf hann að fá fjölskylduna til sín og hún telur oftast 10-15 manns. ,,Ha, segir gestgjafinn, ,, eruð þið svona mörg ! En þar sem það má ekki sundra fjölskyldum, er allur hópurinn settur inn í stofuna !
Og hvernig fer svo ? Engin hollustumæling er gerleg og nýir borgarar líklega oftast með hana á öðrum stað en látið er í veðri vaka. Eftir einhvern ákveðinn tíma veit svo enginn lengur hvað það er að vera íslenskur, ef svo ólíklega færi að spurt væri um það. Þá væri líkast til enginn eftir í ,,Litlu Ameríku sem fengist til að gangast undir það heiti. Flestir væru þá sennilega orðnir eitthvað allt annað og í slíkra augum myndi það nánast vera síðasta sort að segjast vera íslenskur !
,,Íslenskur, hver fjandinn er það eiginlega ? - gæti því svarið orðið á hrárri ensku : ,,Ég er frá Timbuktu !
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:25 | Slóð | Facebook
22.2.2020 | 11:22
,,Um evrópska kristnifóbíu !
Á síðustu áratugum hefur farið í vöxt meðal evrópskra þjóða einhverskonar andúð á kristinni trú. Þar kynda bálið allskyns fordómar og kristindómnum er kennt um býsna margt af því sem aflaga hefur farið. Þó ættu allir að vita hvernig mannskepnan hefur alltaf hagað sér og svívirt og svikið trú jafnt sem góðar hugsjónir á öllum tímum og komið þannig óorði á bestu hluti !
Að baki þessum andkristnu viðhorfum býr ekki sérlega mikill söguskilningur hvað þá ærleg sannleiksleit. Enda eru þau öllu fremur tilkomin sem einhver ákærandi afleiðing af innfluttum viðhorfum. Þau falla svo í ímyndaðri víðsýnishugsun saman við uppreisnarkenndan tíðaranda í farvegi fjölmenningar !
En allt hefur þetta sína stýringu og sinn tilgang. Þegar búið er að koma evrópsku fólki til að hugsa eitthvað á þá leið að allt sé betra en kristnin, er hálfur sigur unninn fyrir hin utanaðkomandi öfl sem eru hreint ekki friðsamleg, enda eru þau leidd í afgerandi mæli af yfirtökuhugsun en ekki aðlögun !
Eftirleikurinn verður svo auðveldari, en hann er auðvitað að draga viðkomandi fólk í einhvern ákveðinn dilk, hugmyndafræðilega og trúarlega. Menn koma alltaf til með að aðhyllast eitthvað. Og áróðurinn sem rekinn er gagnvart fólki og krefst skoðanamyndunar er býsna einhliða. Og þrýstingurinn vex eftir því sem íbúar Evrópu láta meira undan !
Á sínum tíma og ekki fyrir svo ýkja löngu, var fundið upp hugtakið islamófóbía til að undirstrika meint og yfirlýst píslarvætti Múhameðstrúar-manna sem borgara á Vesturlöndum. Hinn svonefndi kristni heimur var sagður skilningslaus og umburðarlaus gagnvart islamistum og vilja tengja þá alla við slæma hluti svo sem hryðjuverk og ofbeldi !
Ákæruorðið islamófób var svo óspart notað um alla þá sem reyndu að halda sjálfstæði sínu og viðhafa gagnrýna hugsun. Það var notað hliðstætt hugtakinu rasisti og átti að hafa þær verkanir að þagga niður í öllum andmælendum og gerði það líka að mestu !
Að því kom að þessi síbylja varð til þess að fjöldi fólks varð svo hræddur við að verða kallaður islamófób að hann fór beinlínis að verða kristnifób. Vildi sem sagt ekki láta tengja sig við neitt af kristnu tagi. Ekki standa fyrir neitt af því sem hafði byggt að mestu upp þann heim sem hann þekkti !
Í slíkum tilfellum er oftast um að ræða þessa algengu manngerð sem slær út höndum og segir í fyrirfram tilbúnu varnarskyni og auðvitað í alhliða hlutleysisgír : ,, Hvað um mig ? Ég er bara 100% fríhyggjumaður !
Já, það er nefnilega það ! Og um leið er verið að segja í yfirþyrmandi uppgjafartóni, - ég nýt að vísu margskonar mannréttinda, bý við mjög ásættanlegar aðstæður, hef það bara nokkuð gott, en ég er hreint ekki tilbúinn að lýsa því yfir, að ég vilji verja eitthvað sem kallast kristin trú eða evrópsk gildi, og eiga það á hættu að vera kallaður islamófób fyrir vikið !
Svona tala náttúrulega helst þeir sem eru tækifærissinnaðir út í gegn og hirða ekki neitt um það þó að þeir sýni andlegan aumingjadóm með afstöðu sinni til mála. En við skulum samt gera okkur grein fyrir því að þeir sem þannig tala eru hreint ekki svo fáir og þeim fer fjölgandi !
En spurningar dagsins í þessum efnum eru ósköp einfaldar, þó erfitt virðist að fá skýr svör við þeim. Hverjir eiga að verja kristindóminn ef ekki þeir kristnu ? Hverjir eiga að verja evrópsk gildi ef ekki Evrópumenn ? Og hvað verður um evrópska menningu, til framtíðar séð, ef enginn fæst á endanum til að verja hana ? Hvað um sögu okkar, bókmenntir, listir og ómetanleg tónlistarverðmæti, á þetta allt eftir að fara á haugana vegna einhverrar svartnættishugsunar aðkominna öfgamanna ?
Talið er að hugtakið islamófóbía hafi fyrst komið fram á áttunda áratug síðustu aldar og þá verið notað af talsmönnum íslamskra trúarhreyfinga í Evrópu gegn feministum. Bandaríska kvenréttindakonan og rithöfundurinn Kate Millet varð til dæmis fyrir aðkasti og uppnefnd sem islamófób !
Og hver skyldi ástæðan hafa verið ? Hún leyfði sér í nafni kvenfrelsis að hvetja íranskar konur til að kasta slæðunni !
Franski heimspekikennarinn Robert Redeker skrifaði árið 2006 : ,,Hugtakið islamófóbía er upphaflega vopn, skapað af islamistum til að þjóna markmiðum þeirra við að neyða alræðissýn sinni upp á umheiminn, en rætur hennar er að finna í algerri andlegri myrkvun ! Hugtakið var þannig vígorð frá því fyrsta. Markmiðið var og er að gera alla gagnrýni á islam glæpsamlega og upphefja í framhaldinu sharía-lög !
En gagnrýni á trúarbrögð, sama hver þau eru, er og á að vera hluti af heilbrigðum mannréttindum okkar. Gagnrýni á trúarbrögð er vörn fyrir skynsemishyggjuna og hvað er skynsemishyggjan ? Hún er líftaugin í okkar veraldlega, frjálsa lýðræðissamfélagi. Eitt af því sem gerir okkur kleyft að ganga upprétt og vera manneskjur og lúta engu kúgunarvaldi !
En samt sofum við á verðinum og erum blind fyrir þeim hættum sem vofa yfir. Og með því skeytingarlausa framferði ölum við upp fullt af manndóms-leysingjum, flögrandi fiðrildum, fólki sem vill ekki verja sitt eigið frelsi, fólki sem forðast að hafa sjálfstæðar skoðanir, fólki sem neitar að vera ábyrgir einstaklingar í eigin samfélagi !
Skilaboðin út um alla Evrópu eru sem stendur - að þú mátt vera kristnifób hvar sem er, öllum er sama, enginn talar um það, það skiptir ekki máli. Þessvegna finnst þér líka gott að geta afneitað kristninni og sagst vera fríhyggjumaður 100%. Því fylgir nefnilega engin ábyrgð !
En ef þú sýnir þig vera islamófób, verður þú auðvitað strax stimplaður sem bölvaður rasisti og hvergi í húsum hæfur, allra síst í fjölmenningarmettuðu umhverfi samtímans. Svo þú verður líklega að gæta þín á því að tala varlega, sjálfs þín vegna, og hegða þér eftir rétttrúnaðarlínunum sérstaklega þó ef þú ert að allri gerð skoðanalaus aumingi !
En ef þú ferð niður í djúpið eftir einhver ár með sökkvandi skipi, sem þú vildir ekki taka þátt í að bjarga, enn með svefndrukkin augu hins nytsama sakleysingja, heldurðu að þú gætir þá huggað þig við það á þinni síðustu stund, að þú hafir þó alltaf verið 100% fríhyggjumaður ? Ég held ekki !
19.2.2020 | 17:29
Hallgrímur Hrafnseyrargoði er látinn !
Sumir eru lengi að deyja. Þeir veslast upp á sjúkrastofnunum mánuðum saman, heilsan er farin og það er engin von um bata. Það verður ekki snúið aftur til lífsins sem var. Örlög manna eru undarleg og enginn skilur þau rök sem þar að baki búa. Þessvegna verðum við að trúa, treysta því að allt fari vel að lokum. Það er ekki boðið upp á annað !
Svo eru aðrir sem verða það sem kallað er bráðkvaddir. Þeir hverfa beint úr önn dagsins, út í blámóðuna, upp í heiðríkjuna, eða hvernig sem við orðum það. Þeir eru hjá okkur, fullir af lífi og vakandi yfir verkefnum og á næsta augnabliki eru þeir farnir. Hafa snögglega kvatt þetta jarðlíf !
Þannig fór Hallgrímur Sveinsson, Hrafnseyrargoði með meiru. Aðeins þremur dögum áður fóru tövupóstar á milli okkar. Hann fékk sannarlega að vera lifandi til hinstu stundar. Hallgrím þarf ekki að kynna, verk hans eru þjóðinni kunn og af flestum virt og vel metin !
Hann var kennari og skólastjóri, maður fullur af lifandi ungmennafélagsanda og félagslegri framfarahvöt, mannræktarmaður og þjóðræktar-maður í öllu dagfari og sýndi það jafnan með kröftugum hætti í ræðu og riti. Það er á öllum tímum þörf fyrir menn eins og Hallgrím Sveinsson !
Sem staðarhaldari á Hrafnseyri í rúm 40 ár vann hann sér góðan orðstír og var óþreytandi ásamt konu sinni í því verki að byggja þar upp þjóðlegt gildi staðarins í hvívetna. Hallgrímur sá þar alla tíð ljósið undir veggnum. Hann var Jóns Sigurðssonar maður af hjarta og sál og varði hugsjónir hans ævinlega heilshugar í orðum og verkum !
Hallgrímur var líka Vestfirðingur í húð og hár og vildi Vestfirði upp og framar í öllu tilliti. Hann réðst í hina landskunnu útgáfustarfsemi sína með Vestfirska forlagið fyrst og fremst á þeim forsendum. Þar dró hin ramma taug. Og vissulega verður því seint neitað að verkin sýna þar merkin !
Íslenska þjóðin þyrfti að eignast sem flesta sem búa yfir því atgervi sem prýddi Hallgrím Sveinsson. Það er mikil eftirsjá að Hrafnseyrargoðanum og vonandi verður einhver til þess að taka upp merki hans og verja þau gildi sem voru honum svo mikils virði í lífi og starfi !
Ég vil svo að lokum þakka góð og gefandi kynni við gagnmerkan hugsjónamann, sem sýndi í öllu lífsverki sínu hvað dáðrík framganga getur leitt til góðra sigra. Jafnframt vil ég biðja honum innilegrar blessunar á brautum hinnar óþekktu víddar sem bíður okkar allra !
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:37 | Slóð | Facebook
16.2.2020 | 17:41
Að byggja upp eða brjóta niður !
Hvernig byggist mannlegt samfélag upp ? Það geta svo sem komið fram mörg svör við því og flest ættu um leið að varpa nokkru ljósi á eðlisfar þeirra sem svörin gefa. Ég segi fyrir mitt leyti að samfélög byggist upp á jákvæðu hugarfari. Jákvætt hugarfar er uppbyggilegt en neikvætt hugarfar brýtur niður !
Samfélag verður ekki byggt í gegnum neikvætt hugarfar. Það þarf jákvætt hugarfar til þess að byggja upp. Að baki slíku þarf að koma til víðtækt samkomulag og löggjöf sem tryggir að viðkomandi samfélag njóti verndar. Verndar fyrir hverjum ? Verndar fyrir þeim sem vilja brjóta samfélagið niður. Þeir andstæðingar geta bæði verið utan samfélagsins og innan þess !
Að berjast við utanaðkomandi fjendur er samt allt annað mál en að glíma við þá sem eru innan samfélagsins og vinna þar að niðurbroti þess. Það eru verstu andstæðingarnir og þeir hættulegustu !
Við þekkjum það í gegnum mannkynssöguna hvernig slíkar aðstæður hafa alltaf verið í gangi og eru enn. Og í okkar litla samfélagi eru margir sem vinna ekki að uppbyggingu þess, heldur brjóta það niður með margvíslegum hætti. Það eru aðallega afætur og blóðsugur sem það gera !
Neikvætt hugarfar er þar mjög í sök. Og samfélagskennd verður ekki til í gegnum neikvætt hugarfar sem fyrr segir. Sá sem vill vera eyland verður seint samfélagssinnaður eða líklegur til að sjá kosti mannlegs samfélags. Öfgakennd einstaklingshyggja kemur líka oft fram í viðhorfinu mér er skítsama um samfélagið sem slíkt, ég vil bara að mér vegni vel !
En ef samfélagið er heilbrigt, jákvætt og réttlátt, eru þá ekki bestu forsendur fyrir því að mönnum hljóti að vegna vel innan þess ? Jú, ef þeir hafa hugarfar sem er í takt við þá þætti í mannseðlinu. En neikvæður maður í jákvæðu samfélagi skapar sér sjálfur aðstæður sem spilla fyrir persónulegu gengi hans og skaðar jafnframt samfélagið. Hann vill spila á andstæða þætti og eitrar á margan hátt út frá sér !
Allt þetta segir okkur að miklu skiptir hvernig sáningin er í mannlífinu og þá ekki hvað síst í æskulýðsmálum. Erum við að undirbúa æskulýðinn okkar til framtíðar á þroskavænni undirstöðu ? Eru ávextir uppeldismála nútímans með þeim hætti að allir geti verið ánægðir ? Ég er hræddur um að svörin við þessum spurningum séu önnur en æskilegt væri !
Eru það til dæmis jákvæð öfl innan samfélagsins sem halda eiturlyfjum að unga fólkinu ? Nei, auðvitað ekki, en þar sjást hinsvegar hin djöfullegu eyðileggingaráhrif hins neikvæða hugarfars einna best. Gróðahyggjan hvetur suma til hræðilegustu glæpa sem til eru !
Allt er mettað í dag af peningasókn. Ekkert virðist vera hægt að gera nú til dags nema hafa fé í höndum og helst sem mest af því. Allt æpir á peninga og samfélagið er orðið sjúkt af þeirri fíkn. Jafnvel ungmennafélagshreyfing þjóðarinnar, sem á þó svo fagra sögu að baki, getur ekki lengur talist almenn mannræktarhreyfing undir kjörorðinu Ræktun lands og lýðs !
Nei, það er aldeilis ekki svo nú til dags. Nú er kjörorðið fyrst og fremst afreksmannaræktun. ,,Í þeirri sókn felast tækifærin, sagði einn forustumaður í íþróttahreyfingunni í viðtali í útvarpi allra landsmanna fyrir allmörgum árum, ,, þar eru peningarnir !
Getum við talað um að í okkar samfélagi sé til staðar eitthvert viðskiptasiðferði, heilbrigt traust á milli aðila, trú á heiðarleg samskipti og svo framvegis ? Nei, ég held að það fari ákaflega lítið fyrir slíku !
Við erum ekki á réttri leið. Þau eru ótalmörg teiknin á lofti sem ættu að sýna okkur það. Hið neikvæða hugarfar hefur lagt allt of mikið undir sig. Þeir eru orðnir allt of margir í dag sem segja ,, mér er skítsama um samfélagið ég vil bara fá mitt !
En staðreynd og það grundvallar staðreynd málsins er hin sama og hún hefur alltaf verið og hún er :
Ekkert samfélag manna er betra en mannfólkið sem það byggir. Hugarfar þeirra sem búa innan þess og ekki síst þeirra sem þar veljast til forustu, ræður jafnan mestu um það hvernig til tekst !
Þegar maður hefur þá staðreynd í huga, fer ekki hjá því að maður finni fyrir köldum hrolli til líkama og sálar eins og stöðu mála er komið í dag !
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:47 | Slóð | Facebook
8.2.2020 | 00:09
Bragur ortur á Skagaströnd 2015 um Ludvig Kemp !
Hingað kom hann Kemp sem var
kunnur hagyrðingur.
Ekki spar á yrkingar,
almennt talinn slyngur.
Rétt í stuðla rak hann allt,
rímfræðina þekkti.
Ýmislegt hann ærið snjallt
orti um viðkvæmt slekti.
Jós hann skálum ótæpt af,
elda marga kveikti.
Allt sem honum efni gaf
upp af götu sleikti.
Auma bletti fljótt hann fann,
fús í þá að pota.
Kunni meina-markað þann
manna best að nota.
Kaus að láta í kvæðahríð
kviðlingana streyma.
Samdi brag um Satans lýð
sem hér ætti heima.
Margir brugðust bragnum við
býsna illa á köflum.
Sögðu Kemp með sér við hlið
sæg af vítisdjöflum.
Skiptin öll við ára þá
yrðu varla stærri.
Alltaf væri sægur sá
sál hans býsna nærri.
Yfirfyllti eðli hans
ein og sama lína,
að yrkja í þágu andskotans
illt um bræður sína.
Kjaftað slíkt um Kemp þá var,
karlinn þótti skæður.
Þuldu sumir þorpsbúar
þannig skammaræður.
Kemp að slettum slíkum hló,
sleppti ei sínum þræði.
Úr honum í engu dró
andúð sumra og bræði.
Áfram stríðinn orti og kvað
eins og flestir spurðu.
Hvernig svo sem þoldu það
þeir sem fyrir urðu.
Klár í gegnum kveðskapinn
komst á veginn frægan.
Illa ræmdan orðstír sinn
aldrei taldi nægan.
Síst af öllu í Sónar vist
sagðist una hafti,
meðan orðsins lipra list
léki vel í kjafti.
Vildi líta létt með glans
lífið ofar moldu.
Óskaði þeim til andskotans
sem enga glettni þoldu.
Þar um sitthvað þenkti hann
þrátt með hneigðir kargar.
Skagstrendingum skenkti hann
skítaglósur margar.
Kaus í flösku að kíkja oft,
kunni að neyta veiga.
Hóf þá glatt á hugarloft
hörku þrumufleyga.
Komst þá strax í kvæðastuð,
klúrum metum hnekkti.
Þar sem orðlist óhefluð
engin takmörk þekkti.
Þegar karl að sumbli sat,
samdi hann skens um lýðinn.
Vildi gera í öllum at,
óþekkur og stríðinn.
Þar að verki greitt hann gekk,
glettur færði í letur.
Sitthvað Lárus læknir fékk,
líka séra Pétur.
Hann að báðum gerði grín,
glöggt þar þekkti hagi.
Hafði á málin háðska sýn,
húmorinn í lagi.
Lýsti mörgu listavel,
löngum meir en hálfur.
Einsamall á eyðimel
aldrei stóð þó sjálfur.
Ákallaði aldrei neitt
oft þó stæði í vanda.
Gæti hann ekki vín sér veitt
vék hann sér að landa.
Ef hann bara á sér fann
efldist bragargetan.
Næstan allan andskotann
út úr sér þá lét´ann.
Er hann þreytti ljóðaleik,
létt var yfir karli.
Sem hann fyndi á kostakveik
kraft frá hertum jarli.
Galsaþrungið gamanmál
glæddi strauma heita.
Hvarf þá oft úr sumra sál
svekkelsi og þreyta.
Þó hann horfinn sjónum sé,
sagan vaxtar gengi.
Nafn hans þekkt um vísnavé
verður áfram lengi.
Þó í ýmsu því sem var
þyki í lagi að farga,
kersknisfullir kviðlingar
kitla ennþá marga.
Að því hníga allar spár,
ekki beint til þrifa,
að Kemp þar muni í mati hár
meðan glettur lifa.
Ef hann lifði á okkar tíð
eitt hann segja hlyti
að hann sæi Satans lýð
sama hvert hann liti.
Umdeildan þó orðstír manns
eitthvað kunni að þvinga,
menn eru til sem minnast hans
meðal Skagstrendinga !
Rúnar Kristjánsson
( - ort 24.10 2015 - )
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:13 | Slóð | Facebook
2.2.2020 | 18:21
Styðjum aldrei spillta stjórnarhætti !
Það er sagt að það sé vinstri meirihluti í Reykjavík ? Það fer nú líklega eftir því hvernig verkin tala. Og í sumum tilfellum virðast þau ekki tala sérlega sannfærandi til vinstri. Þeir sem bjóða sig fram á fölskum forsendum sýna oftast þegar á líður ef orðin segja eitt og verkin annað !
Þegar núverandi meirihluti í borgarstjórn virðist vilja halda uppi stífri láglaunastefnu gagnvart starfsfólki sínu, með tilheyrandi þrælahalds-hugsun, er ekki að sjá að hann hafi tekið í arf þær hugsjónir sem ganga út á það - að ekki eigi að þrælka fólk eða níðast á því á nokkurn hátt !
Það er sagt að það sé Dagur í borginni, en þegar litið er til launastefnunnar gagnvart almennu starfsfólki, má öllu heldur segja að það sé svartnætti í borginni. Og ekki virðist það skila neinum sérstökum félagslegum ávinningi að borgarfulltrúar séu líklega fleiri kvenkyns en löngum áður !
Borgarfulltrúar meirihlutans virðast ganga fyrir þeirri skoðun að borgarkerfið geti ekki gengið vel nema það sé níðst verulega á einhverjum láglaunahópum. Ef þeir fái leiðréttingu á bágum kjörum fari allt fjandans til. En velferð byggð á annarra þrælkun getur aldrei verið sönn eða heilbrigð sem slík. Mannkynssagan segir okkur það með víðtækasta hætti !
Konur í valdastöðum virðast ekkert síður en karlar geta verið grimmar gagnvart lítilmagnanum, og sú staðhæfing að þær séu betur til þess fallnar en þeir að finna lausnir á samfélagslegum vandamálum, er löngu hrunin, enda var hún aldrei annað en kynbundinn áróður. Eðlisfar fólks fer að sjálfsögðu ekki eftir því hvað það hefur í skrefinu !
Hálaunakona er oft að hugarfari eins og útspýtt afsprengi samsvarandi hálaunamanns. Hún hefur engu betri eða meiri skilning á kjörum láglauna-fólks en hann. Hennar eigin kjör skipta mestu máli í hennar huga eins og hjá honum, og aðalatriðið er að þau haldist sem hæst. Þannig er yfirleitt hugsað í gegnum háu launakjörin hvort sem í hlut á karl eða kona !
Réttlætistilfinning og sanngirni hefur ekkert verið uppi á borðinu af hálfu borgarvaldsins í þeirri ,,ekki samningagerð við láglaunahópa innan borgar-kerfisins sem á að hafa verið í gangi undanfarna mánuði. Það hljóta allir að geta séð sem frábitnir eru þrælahalds-hugsun og tilsvarandi ranglæti !
Það sem hefur hinsvegar verið í gangi og alla jafna uppi á borðinu, hefur verið einkakapítalismi borgarstjórnar-meirihlutans og reyndar er hann svo frekur og fyrirferðarmikill að hann hefur flætt yfir allt borðið !
Þegar svo er komið, að vellyst ríkjandi valdakjarna virðist vera farin að ráða öllu, þegar fólk sem hefur verið kosið til trúnaðarstarfa fyrir almenning er hætt að geta séð til vega, og virðist ekki sjá neitt lengur nema eigin vellyst, þarf sem allra fyrst að skipta því út !
Þegar það er sýnilega orðið blint gagnvart skyldum sínum og jafnvel fullt af hroka, er sannarlega kominn tími til þess fyrir almenning að losa sig við það og prófa nýja fulltrúa í brúnni. Það er lýðræðislega rangt í öllum efnum að styðja valdaklíku sem er orðin óhæf og spillt !
Almennir kjósendur í þessu landi, jafnt í höfuðborginni sem úti á landsbyggðinni, eru ekki að biðja um spriklandi prímadonnur og kjarnalausa pótentáta sem fulltrúa sína í valdastólum. Fólk vill bara hafa þar fulltrúa sem það getur treyst, í sveitarstjórnum sem og borgarstjórn !
Þegar kjörnir vinstrifulltrúar í meirihluta virðast komnir svo langt til hægri í framferði sínu, og sokknir svo í einhverja andstyggðar hópsérgæsku, að líkur geta verið á því að annar meirihluti gæti skilað sér mun betur gagnvart hagsmunum og lífskjörum almennings, þá er kominn tími til að gefa þeim valkosti tækifæri til að taka á málum !
Fólk á aldrei að styðja neitt það lið sem bregst skyldum sínum. Alveg sama undir hvaða merki það þykist ganga. Verkin sýna alltaf merkin. Núverandi borgarstjórnar-meirihluti virðist hættur að gegna eðlilegu hlutverki sínu í lýðræðislegum skilningi. Hann líkist miklu frekar í athöfnum sínum sérgæskufullum sirkushópi eða ótrúlega sjálfhverfum vankasauðum !
Það er ekki lengur um vinstri og hægri að ræða þegar svo er komið. Kjarni málsins er einfaldlega spurning um traust. Þeir sem hafa lengi farið með völdin og gert það illa, eiga því að víkja. Þeir sem ausa almannafé í braggaskrifli en vilja ekki bæta kjör sem eru til skammar, eru ekki hæfir til að tryggja og viðhalda heilbrigðri þjónustu við almenning !
Við slíkar aðstæður þarf að gefa öðrum valkostum lýðræðislegt umboð og tækifæri til að sýna hvað í þeim býr. Aðeins þannig er hægt að leiða í ljós hvort þeir eru færir um að standa sig sem borgarfulltrúar eða hvort þeir falla líka á því manndóms-prófi - sem það jafnan er - að þjóna með ærlegum hætti almannahagsmunum ?
Nýjustu færslur
- Endurreisn ómennskunnar !
- ,,Fylgiríki Bandaríkjanna ?
- Hin kratíska feigðarstefna Norðurlanda !
- Útþenslustefna Bandaríkjanna !
- ,,Nýja Kalmarsambandið og glóruleysisgangan !
- Litlar, leiðitamar þjóðir !
- Er herleiðing Flokks fólksins að hefjast..... ?
- Um tilhneigingar til frestunar lýðræðis ?
- Enginn friður, engir samningar, ekkert traust !
- Athyglisverð orð :
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 21
- Sl. sólarhring: 70
- Sl. viku: 590
- Frá upphafi: 365488
Annað
- Innlit í dag: 18
- Innlit sl. viku: 503
- Gestir í dag: 18
- IP-tölur í dag: 18
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)