Leita í fréttum mbl.is

Hvert stefnir međ ábyrgđ og annađ?

Ţađ ađ bera ábyrgđ virđist vera mjög afstćtt hugtak í íslensku ţjóđfélagi eins og ţađ horfir viđ augum í dag. Viđ höfum séđ lögmenn standa í ströngu viđ ađ bjarga forstjórum stóru olíufélaganna frá dómi vegna hinna illrćmdu samráđsmála. Ţar ber víst enginn mađur neina ábyrgđ og lögfrćđikunnátta hefur vissulega stundum virst nćgilegt framlag til ađ tryggja uppmálađ sakleysi. Varnarmálaráđuneyti samtryggingarinnar hefur jafnan reynt ađ sjá til ţess ađ ţeir stóru sleppi fríir og frjálsir frá málum og allt of oft hefur ţađ gengiđ eftir. En ţjóđin sem slík veit hvađ gerist ţegar um spillingarmál er ađ rćđa og hún mun aldrei sýkna framferđi sem gengur í bága viđ alla réttlćtiskennd.

Nú hefur löngum veriđ sagt ađ háttsettir menn eigi rétt á háu kaupi vegna mikillar ábyrgđar sem ţeir beri í störfum sínum. Ţví hćrra sem mađurinn standi í goggunarröđ mannvirđinganna ţví meiri ábyrgđ beri hann og ţví hćrra kaup eigi hann ađ fá. En raunveruleikinn sýnir okkur ađ ţegar reynir á ţessa ábyrgđ, er hún ţeim mun minni sem viđkomandi mađur stendur hćrra í tignarstiganum. Varnarmálaráđuneyti samtryggingarinnar bregst nefnilega ţví harđar viđ sem mađurinn sem á ađ bjarga frá réttlćtinu stendur hćrra.

Íslensk réttvísi virđist ţví tröppuskipt fyrirbćri, sem minnkar ţeim mun meira ađ virkni og gagnsemi eftir ţví sem brotavaldurinn stendur hćrra. Ţađ getur ţví orđiđ mikill munur á dómsniđurstöđum gagnvart ţeim sem stela miklu og standa hátt og gagnvart ţeim sem stela litlu og standa lágt, eins og segir í vísunni alkunnu. Ţađ ţykir međ öđrum orđum sjálfsagt ađ ţeir sem lágt standa, axli fulla ábyrgđ á sínum axarsköftum og verđi nokkurskonar syndahafrar dómskerfisins.

Í ljósi ţessara stađreynda sjáum viđ gjörla ađ ef allt vćri međ felldu, ćttu menn ađ fá ţví lćgra kaup sem ţeir standa hćrra, ţví ábyrgđ ţeirra er sannarlega ţeim mun minni sem ţví nemur.

Íslenskt ţjóđfélag virđist á allra síđustu árum hafa veriđ ađ breytast í einhverskonar frjálshyggjufyrirtćki, sem tilbiđur gullkálf sérhyggjunnar af ástríđu, en kýs ađ fleygja öllum félagslegum gildum í sorpiđ. Unga kynslóđin er nú til dags alin upp viđ óţjóđlegan kapitalisma sem er svo gengdarlaus í grćđgi sinni ađ gamla fólkiđ situr gjörsamlega agndofa yfir heimtufrekju og tillitsleysi tíđarandans. Og ţađ segir viđ hvert annađ: “ Ekki háđum viđ okkar baráttu til ađ koma á ţessari vitleysu ! “

Dýrkun á auđmönnum og allskyns peningapúkum, víxlurum og hagfrćđidindlum, virđist fara dagvaxandi. Jafnvel forseti lýđveldisins virđist haldinn einhverri ánetjun af ţessu tagi, ţví hann virđist mikiđ á sveimi í kringum auđmenn heimsins. Sumir ţeirra kynnu ađ eiga erfitt međ ađ upplýsa hvernig ţeir fóru ađ ţví ađ sanka ađ sér ţeim auđćvum sem ţeir teljast eiga í dag. Myndin er ekki hreinni en ţađ.

Ég hef veriđ ţeirrar skođunar ađ rétt vćri ađ halda forsetanum sem mest utan viđ umrćđur um dagleg álitamál, en stundum er framganga hans međ ţeim hćtti ađ mađur getur ekki orđa bundist.

Forseti Íslands er fulltrúi íslensku ţjóđarinnar, almennings í ţessu landi, fólksins sem vinnur hörđum höndum fyrir sér og sínum, jafnvel međ margföldu vinnuframlagi. Ţađ fólk á enga samleiđ međ milljarđafurstum sem arđrćna alţýđu manna út um allan heim og ţjóđkjörinn forseti okkar mćtti vel hyggja ađ ţví ađ ţjóđin gćti taliđ annan félagsskap honum hollari og betri. 

Ég játa ţađ hiklaust ađ ég fć hálfgerđ ónot í mig ţegar ég sé forseta okkar í föruneyti slíkra manna og tel ţađ hvorki honum né ţjóđinni til gildis. Ekki get ég međ nokkru móti séđ Kristján Eldjárn, okkar alţýđlegasta og íslenskasta forseta, fyrir mér í flađursleik af slíku tagi !

Ţađ er von mín sem og vafalaust allra sem enn vilja heita ţjóđhollir Íslendingar, ađ ţjóđin gái ađ sér og tapi ekki áttum í ţeim gerningaveđrum sem ađ henni eru mögnuđ í yfirstandandi tíma. Ţeir eru margir frođusnakkarnir sem lofa Gósentíđ framtíđarheilla ef viđ gefum sjálfstćđi okkar eftir og hlaupum berrössuđ inn í Brusseldilkinn. En viđ skulum varast ţćr óvinatungur og áróđur ţeirra.

Landhelgin okkar sem vannst eftir mikla baráttu á sínum tíma, má aldrei verđa skiptimynt í skítugum skollaviđskiptum viđ erlend arđránsöfl.

Vörum okkur á íslenskum talsmönnum evrópskrar alrćđishyggju sem vilja fullveldi okkar sannarlega feigt. Ţeir flagga kannski margföldum menntagráđum og sitja kannski viđ kjötkatla í háborg íslenskrar menningar, en ţeir eru ţjóđvilltir aumingjar fyrir ţví.

Verjum sjálfstćđi okkar og sögulega arfleifđ ţjóđarinnar međ andanum sem ríkti 1918 og 1944 - endurvekjum hann og setjum hann í öndvegi á ný.

Slík framganga mun gegna bestu ábyrgđarhlutverki nú sem áđur fyrir heilbrigđa hagsmunastöđu lands og ţjóđar.

Rúnar Kristjánsson


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 31
  • Sl. sólarhring: 52
  • Sl. viku: 1206
  • Frá upphafi: 316805

Annađ

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 891
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband