Leita í fréttum mbl.is

Hversu lengi enn ?

 

 

Bandaríkin virđast enn á svipuđum slóđum í kynţáttamálum og ţau voru fyrir hálfri öld, á tímum Kennedys og Johnsons. Oft hefur nú veriđ heitt í kolunum kringum ţau mál í Suđurríkjunum, en ekki virđist stađan vera mikiđ betri í öđrum landshlutum !

 

Bandarísk lögregla virđist oft og iđulega vera fasísk í sínu framferđi og almenn virđing fyrir mannslífum virđist ekki vera kennd mikiđ í hennar skóla, ađ minnsta kosti ekki virđing fyrir lífi svartra samborgara !

 

Ađ halda uppi lögum og reglu í Bandaríkjunum virđist ganga ađ miklu leyti út á ţađ ađ vernda suma en ekki ađra. Afstađa lögreglu-yfirvalda virđist mjög mismunandi eftir ţví hver á í hlut. Sumir eru sleiktir upp endalaust en hrćkt međ fyrirlitningu á ađra !

 

Ekki fer slík framkoma í neinu eftir ţví sem forskriftir bandarísks borgarafrelsis hljóđa upp á. Í ţeim skilningi má hiklaust líta svo á ađ andi ţrćlahalds ríki víđa í hinu margyfirlýsta landi frelsisins. Ţađ er sannarlega ömurlegri veruleiki en hćgt er viđ ađ una !

 

Bandaríska lögreglan virđist vera í stöđugu stríđi viđ ţá sem hún skilgreinir sýnilega sem einhverskonar undirmálsfólk. Ofbeldiskennd framganga hennar gagnvart slíku fólki hefur hvađ eftir annađ hleypt öllu í bál og brand.

 

Sumir halda ađ kynţáttamálin verđi ađ lokum banabiti bandaríska ríkisins sem ţađ mál sem aldrei var hćgt ađ leysa. Píslarvottar úr hópi svartra Bandaríkjamanna eru orđnir margir. Listinn ţar er langur og ógnvćnlegur og setur kolsvartan blett á stjórnarskrá Bandaríkja Norđur Ameríku !

 

Raunar veit enginn tölu fórnarlambanna ţví svo margir hafa horfiđ sporlaust. En nöfn píslarvotta eins og Martin Luther King, Medger Evers, Emmett Till og önnur halda áfram ađ tala til okkar um allan heim og krefjast réttlćtis og borgaralegra mannréttinda !

 

Og nú bćtist nafn George Floyd viđ sem enn eitt fórnarlamb ţeirrar stofnunar innan bandaríska stjórnkerfisins sem ćtti ađ hafa ţađ ađ meginskyldu í öllum sínum störfum ađ hlífa en ekki höggva !

 

Bandarískum lögreglumönnum virđist oft byssan tiltćkari en verstu bófunum í villta vestrinu, og ţađ lćđist oft ađ manni sú hugsun ađ tiltekin manntegund sé allt of áberandi innan rađa lögreglunnar ţar vestra !

 

Öfgakenndir og ofbeldissinnađir hvítir hćgrimenn sem nćrast á kynţáttahatri virđast oft sýna sig sem andlit lögreglunnar í Bandaríkjunum og ţađ er líka ţekkt víđar um heim ađ slíkir menn reyni ađ ţjóna lund sinni undir merkjum laga og réttar. Ađ ţeir reyni ađ planta sér ţar niđur sem ţeir ćttu alls ekki ađ vera, og geta aldrei orđiđ til annars en bölvunar !

 

Ţađ er ömurlegt til ţess ađ vita hvađ fyrri forsetum Bandaríkjanna hefur orđiđ lítiđ úr verki viđ ţađ ađ ráđa bót á kynţáttafordómum og mannréttindabrotum ţar ađ lútandi í áranna rás. Enginn ţarf heldur ađ búast viđ neinu framtaki í ţeim efnum af hálfu ţess forseta sem nú situr í ofdrambi sínu viđ völd í Hvíta húsinu !

 

Umrćtt hús hefđi svo líklega átt ađ heita eitthverju allt öđru nafni, nafni sem gćfi betur til kynna hverskonar ógnarvald eyđingar og ógćfu býr ţar löngum innan veggja, bćđi gagnvart eigin ţegnum og umheiminum !

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Maí 2024
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 442
  • Sl. viku: 1328
  • Frá upphafi: 317968

Annađ

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 1015
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband