Leita í fréttum mbl.is

Ađ fylgja sannfćringu sinni !!!

 

Ţađ er oft gert nokkuđ mikiđ úr sannfćringu manna, ekki síst ţegar kjörnir ţingmenn af flokkslista kjósa ađ segja skiliđ viđ flokk sinn. Ţađ eina ćrlega sem menn geta gert og eiga ađ gera ţá, er ađ segja af sér ţingmennsku svo varamađur, kosinn á sömu forsendum, geti tekiđ viđ !

 

En er ţađ gert, nei ekki aldeilis, ţá rís hin hágöfuga sannfćring viđkomandi ţingmanns yfir allan rétt og heldur stöđunni. Og fer í mörgum tilfellum međ hana inn í annan flokk eđa jafnvel ađra flokka. !

 

Kjósendur sem kusu viđkomandi mann af ţeim flokkslista sem hann var á, eru ţar međ sviknir og allt í nafni sannfćringar sem virđist fara létt međ ţađ ađ skipta um flokk eđa flokka og ţykjast samt alltaf hin sama !

 

Ég kann ekki ađ meta slík vinnubrögđ eđa yfir höfuđ nokkuđ ţađ sem byggist á sviksemi. Og athćfi af ţessu tagi er sviksemi ađ mínu mati. Ef menn treysta sér ekki lengur til ađ vera fulltrúar ţess flokks sem ţeir voru kosnir á ţing fyrir, eiga ţeir ađ víkja. Undir ţeim fána fóru ţeir fram !

 

Ţeir buđu sig fram sem hluti af ákveđinni heild og ef ţeir vilja yfirgefa ţá heild, ţá segja ţeir af sér. Ţađ er ţađ eina heiđarlega í stöđunni. Flokkslistinn á atkvćđin sem féllu á hann !

 

En ţađ virđist oft býsna erfitt ađ gera ţađ sem ćrlegt er og ţá er blessuđ sannfćringin kölluđ til svo allt geti nú litiđ ţokkalega út og ţannig sé hćgt ađ bjarga málinu. En rangur gjörningur er rangur gjörningur hvernig svo sem reynt er ađ skeina yfir hann og réttlćta hann !

 

Ţegar fólk sem vill gjarnan láta ţađ heyrast ađ ţađ gangi fyrir hugsjónum og er svo kosiđ á ţing sem slíkt, segir svo skiliđ viđ flokkinn út af einhverjum meintum eđa tilbúnum ágreiningi, trillar um stund á eigin vegum og gengur svo í annan flokk, hvađ verđur ţá um hinar mjög svo dýrmćtu hugsjónir ţess, hver er grundvöllur ţeirra ţegar allt kemur til alls. Ég held ađ egóiđ sé oftast mjög ofarlega og ráđandi í ţeim kokkteil ?

 

En auđvitađ ţykist fólk í ţessari stöđu hafa fengiđ uppljómun og uppgötvađ, ađ sjálfsögđu í gegnum hina fastmótuđu sannfćringu sína, ađ nýi flokkurinn passi betur viđ ţessar gullvćgu hugsjónir og ţar sé best ađ vera og vinna ţeim framgang ? Hver trúir slíku endemis bulli ? Ţarna er bara pólitík á ferđ og hreint ekki geđsleg ađ mínu mati !

 

Ţađ sem kemur í ljós, er ađ hugsjónirnar miklu halda ekki vatni. Ţćr byggjast ekki á fastri sannfćringu heldur miklu frekar á óstöđugu tilfinningaróti og ţađ kemur oftast nokkuđ fljótt fram. Um slík tilfelli mćtti sem best yrkja eitthvađ á ţessa leiđ :

 

Rósa oft af reiđi brann,

ruggađi mála fleyi.

En fann ţó loksins Loga ţann

sem lýst fékk hennar vegi.

 

Og ennfremur mćtti kannski kveđa :

 

Býđst í engu braut til sátta,

bresta vonir einfarans.

Andrés stendur utan gátta,

eins og forđum nafni hans.

 

Nei, fólk sem tekur sér stöđu undir flokksmerki ţarf ađ hugsa vel sinn gang áđur en ţađ tekur sér ţá stöđu. Og verđi ţađ kosiđ á ţing sem slíkt, á ţađ ađ gera sitt besta til ađ standa í ţeirri stöđu sem ţađ er kosiđ í. Ef ţađ treystir sér ekki til ţess, á ţađ ađ segja af sér !

 

 

Ţađ getur svo í framhaldinu bođiđ sig fram utanflokka ef ţví sýnist svo, og ţá kemur vćntanlega í ljós hvađa fylgi ţađ hefur eitt og sér, - á heiđarlegum og réttum forsendum !


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Maí 2024
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 234
  • Sl. viku: 1208
  • Frá upphafi: 318504

Annađ

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 899
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband