Leita í fréttum mbl.is

Í vísinda og tćknitrú !


 

 

Ţađ vekur mér nokkra undrun hvađ Íslendingar nú til dags virđast orđnir efnishyggjusinnađir. Í eina tíđ og lengi vel, var taliđ ađ andleg hugsun vćri í mjög virku ástandi hérlendis og bent á ýmis afrek landsmanna í ţeim efnum. En nú virđist allt saman virt til verđs og kaupmennskan allsráđandi gagnvart öllu – einnig sjálfstćđi lands og ţjóđar !

 

Hverskonar peningadýrkun er ţetta eiginlega ? Eftir hverju er veriđ ađ sćkjast ? Veit fólk ekki ađ ţegar ćvin er öll látin snúast um ađ eltast viđ peninga hefur ţađ ekki tíma til ađ lifa ? Til hvers er ađ hafa náđ ţví ađ verđa ríkur um sjötugt, hafa ţá glatađ heilsunni í gróđa-kapphlaupinu og eiga kannski bara fáein erfiđ vanheilsuár eftir ?

 

Ég hef í nokkur ár furđađ mig á ţeirri grćđgi sem komin er í mannskapinn. Ţađ er ţvílík ónáttúra í gangi í ţeim efnum ađ ţađ hálfa vćri nóg. Flestir virđast komnir inn á ţá alröngu skođun ađ ţeir eigi bókstaflega allt skiliđ og rétt á öllu og ekki síst ţví ađ hlunnfara náungann. Ţađ er eins og ćrlegheitum hafi veriđ úthýst úr samfélaginu og sérgćskan hafi tekiđ öll völd !

 

Fólk er svo upptekiđ viđ ađ steypa sér gullkálfa út um allt og grćđa, ađ ţađ tekur ekki eftir ţví ađ sjálf veraldarbyggingin er ađ hrynja yfir ţađ. Sjálf Náttúran er ađ snúast gegn okkur mönnunum vegna óhamins ránskapar okkar í ríki hennar. Ţađ er sýnilega komiđ ađ skuldadögunum !

 

Skaparinn sjálfur fer ađ láta til sín taka svo um munar, ţví viđvaranir hans hafa veriđ hundsađar fram ađ ţessu. En siđlaus tíđarandinn belgir sig samt meira út međ hverju árinu í fullri forherđingu !

 

Ţađ sem veldur siđafallinu er ekki síst ţađ, ađ ţjóđin virđist á hrađri leiđ í ţađ ađ verđa ađ mestu hundheiđinn söfnuđur. Kristindómur hennar er byggđur á andlausum venjum og yfirklóri, ţar virđist varla lengur frelsandi líf í neinu. Kirkjan er orđin steingerđ stofnun međ sína ríkisstarfsmenn !

 

Alls kyns ,,idol” eru sett á stall og líkamsrćktin dýrkuđ međan sálin er svelt í skrokknum. Menn krjúpa á kné á neyđartíma og biđja um bóluefni. Vísindi og tćkni eiga ađ leysa allan vanda. Trúin er komin ţangađ !

 

En hvađan skyldi Covid-veiran vera komin og hvađ gćtu margar slíkar komiđ í kjölfariđ ? Og hvađ skyldu lyfja-auđhringar međ görótta sögu eiga eftir ađ fitna mikiđ á framleiđslunni ?

 

Hafi ţessi mannkynsóvinur, ţessi veira, orđiđ til af fikti á tilraunastofum, halda menn ţá ađ ţađ verđi nokkurntíma sannađ eđa viđurkennt ? Skyldi hún eftir allt saman vera einhver getnađur vísinda og tćkni ?

 

 

En Guđ, hvađ međ Guđ ? Er hann ekkert inni í myndinni ? Er enginn ađ fela sig og sína varđveislu hans ? Jú, einhverjir í Landakotskirkju, en ţeir voru víst of margir og voru snuprađir fyrir brot á reglum. Trú manna í dag er nefnilega tengd flestu öđru en Guđi. Menn trúa á bóluefni vísindanna !

 

En hversu áreiđanleg eru ţessi bóluefni og hversu örugga vörn gefa ţau ? Viđ vitum ekkert um ţađ enn, en trú á tćkni og vísindi tröllríđur heimsbyggđinni og vćntingarnar eru miklar. Ţađ mál allt kann ađ skila sér töluvert öđruvísi en vonir standa til !

 

Af hverju sameinast menn ekki um ađ búa til eitt verulega gott bóluefni til varnar mannkyninu, á grundvelli heildar-ţekkingar ?

Nei, ţeir vilja allir grćđa á eigin vegum !

 

Eins og ég kom inn á í byrjun ţessa pistils, er ágirnd mjög ráđandi ţáttur í dagfari fólks nú á tímum. Biblían segir ágirndina vera rót alls ills. Hvorki meira né minna. Skyldu viđskiptin međ bóluefnin og kaupin á ţeim ekki koma til međ ađ verđa skýr og afgerandi vitnisburđur um ţađ ?

 

Menn eiga ađ snúa aftur inn á gömlu göturnar, ţar sem Náđ Guđs er enn fyrir hendi. Ţađ er ekki af engu sem miđvers Biblíunnar hljóđar svo : Betra er ađ leita hćlis hjá Drottni en ađ treysta mönnum !

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Maí 2024
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 43
  • Sl. sólarhring: 99
  • Sl. viku: 1179
  • Frá upphafi: 318603

Annađ

  • Innlit í dag: 28
  • Innlit sl. viku: 866
  • Gestir í dag: 28
  • IP-tölur í dag: 28

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband