Leita í fréttum mbl.is

Verum trú í ţví smáa !

 

 

Margir eru ţví marki brenndir ađ ganga međ of háar hugmyndir um sjálfa sig. Jafnvel allt of háar. Ţađ er ekki uppbyggilegt fyrir einn eđa neinn og allra síst ţegar menn eru einir um ţađ viđhorf !

 

Hégómleiki sjálfsins er alkunnur og engum til aukins gildis. Ţegar menn eru sífellt ađ upphefja sjálfa sig, er ástćđan oft dulin minnimáttarkennd sem brýst út međ slíkum hćtti !

 

Ţađ er ţví löngum styttra milli minnimáttar-kenndar og stórmennsku-brjálćđis en margur hyggur. En ţrátt fyrir allar mannlegar takmarkanir er samt hver mađur sérstök sköpun og einstakur sem slíkur !

 

Og ţađ sem hver mađur ţarf umfram allt ađ lćra í lífinu er ađ ávaxta sitt eigiđ pund, ţví öđru pundi er ekki til ađ dreifa. En ţađ gera menn ekki međ merkilegheitum heldur međ hógvćrđ og aga !

 

Lítilmennska er auđvitađ engum gildisauki, en lítillćti er jákvćđur ţáttur í persónuleika hvers ţess manns sem ţađ hefur. Ţađ má ávaxta til mannlegrar sálargöfgi og hver sá vinnur sjálfum sér vel til ţroska sem ţađ gerir. Viđ tökum engin ávöxtunarpróf í ţessu lífi í gegnum sérgćskuna !

 

Til hvers erum viđ hér ef ekki til ađ ţroskast og verđa betri manneskjur ! Ţađ verđa hinsvegar engir sem alltaf eru í ţví ađ hygla sjálfum sér og vilja fylla samfélagiđ af sérgćsku. Fari svo er heilbrigt samfélag búiđ ađ vera !

 

En ef viđ erum trú í ţví smáa erum viđ á réttri leiđ fyrir okkur sjálf og samfélagiđ. Erum viđ annars ekki í skóla í ţessu jarđlífi, erum viđ ekki í grunnskóla hins ćđra lífs ?

 

Ţó ađ enginn sé sérlega áhugasamur fyrir ţví ađ vera af venjulegri manngerđ, erum viđ ţađ samt flest. Margir vilja trúlega vera óvenjulegir, en ţađ er alls ekki öllum gefiđ og reyndar fáum ţegar á heildina er litiđ !

 

Margir hafa eflaust velt ţví fyrir sér hversvegna flestir séu, ţegar allt kemur til alls, bara venjulegir menn ? Svariđ viđ ţví er kannski ekki svo augljóst…...og ţó ! Kannski var ţađ einmitt Abraham Lincoln sem gaf rétta svariđ viđ ţví !

 

Mađur nokkur sem var međ ţađ í huga ađ gera lítiđ úr Lincoln, sagđi eitt sinn viđ hann, ađ ţađ vćri ekki annađ sjáanlegt en hann vćri bara ósköp venjulegur mađur. ,,Vinur minn,” svarađi Lincoln góđlátlega, ,, Guđ hefur mest dálćti á venjulegu fólki. Ţessvegna hefur hann skapađ langmest af ţví !”


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Maí 2024
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 9
  • Sl. sólarhring: 65
  • Sl. viku: 1618
  • Frá upphafi: 319582

Annađ

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 1296
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband