Leita í fréttum mbl.is

Leikiđ á svartar nótur um örlög Evrópu !

 

 

Ţađ er fróđlegt ađ velta ţví fyrir sér hvernig stađa mála vćri í Evrópu ef Rússar vćru bara ekki til ? Hefđi ţá ekki fyrir allnokkru síđan skapast fullkomiđ samkeppnisástand milli hins vesturevrópska Efnahagsbandalags og Bandaríkjanna ? Baráttan um peningalegan ávinning hefur löngum veriđ ráđandi afl afstöđumála í kapítalískum heimi !

 

Límiđ í samskiptum Vestur-Evrópu og Bandaríkjanna hefur um langt skeiđ byggst á tilvist Rússa vegna sameiginlegrar andstöđu ţessara ađila viđ ţá, einkum og ekki síst á heimsveldistíma Sovétríkjanna. En hvernig vćri sú samstađa ef Rússar vćru ekki til stađar til ađ viđhalda henni ?

 

Bandaríkin og vesturevrópska efnahagsblokkin eru á margan hátt markađslegir keppinautar og enginn er annars bróđir í leik og síst í kapitalísku gróđahyggjuferli. Í Rússalausum veruleika vćri ţá sennilega til annarskonar varnarkerfi Bandaríkjanna, líklega byggt á sérútfćrslu á Monroe-kenningunni, kannski North American Treaty Organization – Nató – í allt annarri merkingu en nú er !

 

Samstađa ríkja byggist oft á furđulegum snúningi mála eins og sannađist best í Síđari heimsstyrjöldinni. Fyrirfram úthugsađar stríđsáćtlanir snerust ţá illilega í höndum auđvaldsherranna, út af sérstökum sólóleik eins manns, og ţannig skapađist bandalag ţjóđa sem átti ekki og mátti ekki verđa til og enginn átti von á ađ gćti orđiđ til !

 

Á grundvelli ţeirrar málaskekkju hvílir heimsástand okkar samtíma enn ađ miklu leyti. En ţađ er veriđ ađ reyna međ ýmsum hćtti ađ leiđrétta ţá meinlegu útafkeyrslu réttrar framvindu sem átti sér stađ 1940, og halda svo áfram eins og átti ađ gera ţá. Viđ erum ađ sjá ţađ raungerast ţó hćgt fari !

 

Nýlendutíminn fór afar illa međ Vestur-Evrópuríkin, ekki síst í siđferđilegum skilningi. Á ţeim tíma lćrđu ţau ađ lifa á ţví ađ vera blóđsugur og arđrćna ađra. Bretland, Frakkland, Belgía, Holland, Spánn og Portúgal fetuđu öll ţar sína glćpaslóđ. Ítalía og Danmörk líka !

 

Sennilega á Ţýskaland einna skásta sögu ríkja Vestur-Evrópu hvađ fyrri tíma nýlendukúgun snertir, en ţađ var bara vegna ţess hvađ ţau komu seint til leiks. Sameining Ţýskalands tafđi ţar mjög fyrir málum !

 

Fyrri heimsstyrjöldin braust út ađ talsverđu leyti vegna ţess ađ Ţjóđverjar voru svo afskiptir hvađ varđađi nýlendur. Sameinađ Ţýskaland vildi nefnilega fá ađ verđa blóđsuga líka, vildi ,,New Deal“ í ţeim málum !

 

Afríkuríkin eru nú sögđ frjáls, en ţađ er víđast bara ađ nafninu til, ţví flest eru ţau í fjármálaklóm gömlu nýlenduríkjanna međ einum eđa öđrum hćtti. Og nú er sameinađ Ţýskaland sannarlega međ í leiknum á heimsvísu ef hćgt er ađ fá sér bita og ćtlar sér hvergi rýran hlut. Fortíđin virđist vera hćtt ađ hamla Ţjóđverjum hernađarlega séđ og fer styrkur ţeirra á ţví sviđi mjög vaxandi rétt eina ferđina !

 

Međan ýmsar viđsjár aukast ţannig í Evrópu og gamla valda-reiptogiđ magnast og herđist, fylgjast mörg önnur ríki vel međ ástandi mála – ekki síst Kína og ţađ er mikil spurning hvernig Kínverjar koma til međ ađ halda á sínum málum viđ komandi ađstćđur ? Líkur á ţví ađ Rússland auki orkusölu sína til Asíuríkja á kostnađ viđskipta viđ Vestur-Evrópu hafa líka aukist verulega og ţarf varla nokkur ađ furđa sig á ţví !

 

Vandamál Evrópu eru margţćtt og ekki síst tvíţćtt. Flest Vestur-Evrópuríkin eru enn blóđsugur í pólitískum veruleika og hafa ekki lćrt ađ lifa án slíkrar blóđgjafar. Rússar eru enn til og passa ekki inn í neitt módel ćskilegrar framvindu mála frekar en fyrri daginn. Sama gamla togstreytan um yfirráđ og nýlendur er enn í gangi – bara međ breyttu sniđi !

 

Sumir virđast svo halda í fjölmiđlablekktum samtíma, ađ ţađ verđi miklu fjörugra og meira spennandi á hinu pólitíska sviđi í Evrópu ef viđ fengjum bara fleiri sjónvarpshetjur í leikinn sem forseta og ţjóđarleiđtoga !!!

 

 

 

 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Maí 2024
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 81
  • Sl. sólarhring: 400
  • Sl. viku: 2028
  • Frá upphafi: 319524

Annađ

  • Innlit í dag: 63
  • Innlit sl. viku: 1647
  • Gestir í dag: 60
  • IP-tölur í dag: 60

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband