Leita í fréttum mbl.is

FRÁ STEINI Í STÓRU-GRÖF TIL NÚTÍĐARMISMĆLA

 

 

Flest erum viđ svo mannleg ađ okkur verđa á mismćli, einkum ţegar hugsunin er á hálfum hrađa miđađ viđ tunguna. Ég hef löngum veriđ nokkuđ nćmur á mismćli annarra en jafnframt taliđ mig geta tekiđ ţví sćmilega ţegar mér verđur á í ţessum efnum. Ţađ vill samt svo til ađ ég er ekki beinn afkomandi Steins í Stóru-Gröf og ţví hafa glappaskotin vonandi veriđ fćrri en ella.

Steinn var sem kunnugt er orđlagđur fyrir mismćli og orti Sigvaldi skáldi um hann ţessa ţekktu vísu:

 

Oft ég hlć ađ orđum Steins,

er ţađ ljótur siđur.

En varla fćđist annars eins

axarskaftasmiđur !

 

En ţađ fćđast margir sem smíđa axarsköft međ eigin tungu og sumir eru ef til vill ekki síđri en Steinn í Stóru-Gröf hvađ snertir ţá sérkennilegu málfarsíţrótt sem mismćlin stundum framkalla.

Ţađ er býsna oft fróđlegt ađ heyra hvernig ástkćra ylhýra máliđ getur vafist fyrir skýrustu mönnum. Ekki alls fyrir löngu var haft viđtal viđ landskunnan athafnamann í fréttaţćtti á Stöđ 2. Mađurinn var ađ segja frá deilumálum og var greinilega ör í skapi. Hann vildi segja ađ hann vćri ekki ţćgur ljár í ţúfu fyrir tiltekinn mann, en svo fór ađ hann sagđi ađ hann vćri ekki ţćgur ţjáll í ljúfu fyrir manninn og skilji ţađ hver međ sínu lagi.

Ţekkt er sú vitleysa ađ menn séu ađ leysa Akkillesarhnútinn hér og ţar og einn ţjóđkunnur hćfileikamađur talađi á sínum tíma um ađ leggja krók á lykkju sína. Í annađ skipti sagđist sami mađur verđa ađ bíta í ţađ súra hundsbit !

Svona tala stundum örlyndir menn og hafa tvennt á lofti í einu. Ađ leggja lykkju á leiđ sína og betri er krókur en kelda, verđur í slíkri einkamálfrćđi ađ krók lögđum á lykkjuna.

Frćg er orđin textahendingin " Hér á landi á ", ţar sem tvítekning orđs er notuđ til áherslu ţvert á alla eđlilega málfrćđi. En málleysur af slíku tagi geta lifađ lengi vegna hins ómálfrćđilega frumleika sem í ţeim felst.

Ein gömul kona talađi um ađ tiltekinn sonur vćri músíkfalskur eins og pabbinn. Hún hafđi aldrei haft mikil kynni af orđinu músíkalskur og fann sína eigin ađferđ međ ţessari tjáningu. Sama heiđurskona sagđi um stúlku sem var mikiđ fyrir ađ passa börn, ađ hún vćri hin mesta barnagrýla ! Eitthvađ hefur sennilega skolast til hjá henni međ skilning í ţví tilfelli. Líklega hefur gćla orđiđ ađ grýla.

Kona um ţrítugt sagđi ađ sitthvađ hefđi orđiđ henni fótur um fjöt ţegar hún hefđi veriđ unglingur. Og bráđskýr náungi sagđi um tiltekna bragarbót ađ hún vćri allt annar munur. Mćdd kennslukona sagđi ađ ekki yrđi bókvitiđ í asnana látiđ. Ţar er komin ný útlagning á gömlu spakmćli og mun hún eflaust  falla í kramiđ hjá sumum sem bóklćrđir eru.

En einmitt ţetta ađ viđ erum stundum svo örlynd, ađ viđ búum til ný orđ ţegar hin gömlu eru ekki alveg á takteinum undireins, sýnir ađ fyrir hendi er gróska hvađ máliđ snertir. Sum nýyrđi sem hafa fćđst inn í íslenskuna međ ţessu móti, hafa haldiđ velli og fengiđ mjög sérstaka túlkunarţýđingu fyrir vikiđ.

Frá málmenningarlegu sjónarmiđi er mjög mikilvćgt ađ viđ leggjum rćkt viđ gömul spakmćli og tilvitnanir ţví í ţeim felst sérstök málhögun og yfirleitt stendur ţar allt rétt í stuđlum.

Ţađ gildir ţví ađ fullu sem sagt er, ađ á íslensku má alltaf finna svör og orđa stórt og smátt á lífsins för. Móđurmáliđ er og á ađ vera okkur hugstćtt og hjartagróiđ frá vöggu til grafar og viđ ćttum stöđugt ađ ţakka ţćr perlur sem hafa veriđ ortar fram á málinu okkar, í hástigsanda Matthíasar, máttugri orđkynngi Stephans G. og hugspeki Einars Ben.

Viđ getum glađst yfir snilld Fagraskógarskáldsins, hreintónum Ţorsteins og ţýđleika Guđmundar skólaskálds. Rammíslensk kvćđi Gríms eiga sína sérstćđu grófmeitluđu fegurđ og Bólu Hjálmar leikur enn sem fyrr viđ strengi mannleikans međ meistaralegum hćtti.

Var einhver ađ tala um ţađ í fullri alvöru ađ íslenskan vćri deyjandi tungumál ?

 

 

 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 8
  • Sl. sólarhring: 89
  • Sl. viku: 1183
  • Frá upphafi: 316782

Annađ

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 887
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband