Bloggfærslur mánaðarins, september 2022
24.9.2022 | 13:47
Drang nach Osten - í spor Austurríkismannsins !
Þegar Þjóðverjar fóru að átta sig á því í heimsstyrjöldinni síðari, sem þeir hrundu af stað, að innrásin í Sovétríkin yrði ekki neitt leifturstríð og sigur væri þar hreint ekki á næstu grösum, heldur benti allt á langvinnt og jafnvel tvísýnt stríð, fóru vonir þeirra um sigur að láta á sjá !
Sumir hershöfðingjar þeirra sögðu síðar, að svo snemma sem í desember 1941 hefði þeim verið orðið ljóst að menn hefðu ætlað sér að gleypa allt of stóran bita. Mikið var farið að tala um innrás Napóleons í Rússland 1812 og allskonar hrakspár og hræðsluáróður fór að gera vart við sig !
Svo rammt kvað að þessu, að það var nánast bannað í þýska hernum að ræða um hrakfarir Napóleons og hvernig hans mikli innrásarher varð að engu. Napóleon tók Moskvu, en komst þá að því að það breytti engu að áliti Rússa. Þeir kveiktu meira að segja sjálfir í þessari höfuðborg sinni !
Franska innrásarliðið varð að berjast þar við slökkvistörfin, bjarga Kreml. Franskir hermenn hugsuðu þá með sér : ,, Hefðum við kveikt í París, höfuðborg okkar, hverskonar fólk er þetta eiginlega ? Og sagan í seinni heimsstyrjöldinni fór ekki betur. Hitlersherinn náði engu af sínum helstu markmiðum. Norðurherinn náði ekki Leningrad. Miðherinn náði ekki Moskvu og suðurherinn náði ekki olíulindunum við Bakú !
Hálfu ári eftir innrásina voru Þjóðverjar orðnir tæpir með frumkvæðið og til að reyna að halda því æddu þeir áfram og lengdu sífellt birgðaleiðir sínar. Haustið 1942 byrjaði hin 5 mánaða langa orusta við Stalingrad sem endaði með uppgjöf þýsku herjanna þar í lok janúar 1943 eftir geysilegt mannfall beggja. Eftir það voru Sovétmenn í óstöðvandi sókn til stríðsloka, sókn sem stöðvaðist ekki fyrr en í rústum Berlínar !
Rússar hafa alla tíð verið nokkurskonar sjálfskipuð martröð Vestur-Evrópu, og þá ekki síst nágrannaríkjanna - og ekki bara á Sovéttímanum. Þessi risi í austrinu hefur alltaf þótt, að vestrænu mati, óútreiknanlegur og til alls vís !
Rússahatrið er svipað og Gyðingahatrið. Það nær völdum í sál þeirra sem sýkjast af því. Eins og sumir vildu drepa alla Gyðinga vilja sumir drepa alla Rússa !
Bretar hafa t.d. þjáðst af Rússahræðslu síðustu 250 árin að minnsta kosti og eftir að kommúnisminn komst á í Rússlandi urðu Bandaríkjamenn í svipaðri stöðu. Kommúnisminn fór að ríða húsum hjá þeim og helstu peninga-púkarnir hættu að geta sofið af ótta við rauðliðana. Allt lýðræði lands og þjóðar fór til andskotans í þeirri gerningahríð !
Nú glíma kapítalistarnir í Washington og Brussel við kapítalistana í Moskvu og líklegt er að fjandinn hitti þar ömmu sína. Þar er enginn öðrum betri og kannski endar það með því að átökin breiðast út og enginn leið verður til baka !
Veröldin á það kannski bara skilið og kannski er það sem ritað er um í 3. kafla, annars bréfs Péturs postula, að koma yfir okkur ! Hver veit hvað getur orðið, þegar leikföng hershöfðingjanna eru orðin jafn hættuleg fyrir heiminn allan og þau eru orðin í dag !
Illt er að æra óstöðugan segir máltækið og er ekki óstöðugleiki í Washington, Brussel og Moskvu ? Hvað gerist í náinni framtíð ? Kemst Trump aftur til valda, verður þýskt alræði endanlega niðurstaðan í Brussel, verður eftirmaður Putins ef til vill kapítalískur Stalín ? Ógæfumerkin eru mörg og horfurnar ekki sérlega traust-vekjandi fyrir framtíð barnanna okkar !
Ein helsta grundvallarregla Otto von Bismarcks í pólitík var alla tíð að halda frið við Rússland. Járnkanslarinn vissi hvað hann söng í því sem mörgu öðru. Rússar réðu úrslitum í 7 ára stríðinu með því að bjarga Friðriki Prússakonungi frá ósigri og niðurlægingu og þannig mætti lengi nefna eitt og annað. En vestræn sagnfræði ann Rússum hinsvegar aldrei sannmælis !
Napóleon drap sig á innrásinni í Rússland og það gerði Hitler líka. Eins sprengdi Karl XII Svíakonungur sig þar. Það segir sig sjálft að það mun alltaf hafa þurft nokkurn herafla til að leggja undir sig land sem lengstum hefur verið um tuttugu milljónir ferkílómetra að stærð enda hefur engum tekist það. Rússland er enn sem fyrr of stór biti sama hver í hlut á !
Trúlegt er líka að 150 milljónir Rússa muni verja land sitt af fullri hörku gegn allri ásælni nú sem löngum fyrr. Hin dulbúna orkusókn Evrópusambandsins til austurs, í gegnum Úkraínu, mun því engu góðu skila og allra síst ef til stórstyrjaldar kemur !
Vestur Evrópuríkin og Evrópusambandið eru illa aðþrengd af orkuskorti. Hvaðan eiga þau að verða sér úti um lífsnauðsynlega orku ? Þau reyna nú þegar að verða sér úti um hana með allskyns bolabrögðum bak við tjöldin. Kannski helst með aðstoð fimmtu herdeildar svikara í orkuríkum löndum ? Skyldi Úkraína vera þar efst á blaði eða kannski Ísland ?
20.9.2022 | 09:42
Ein háöldruð kona !
Heimurinn er skrítinn og ekki lagast hann með furðulegheitin. Nýlega dó 96 ára gömul kona og milljónir manna virtust ætla að gráta úr sér augun. Er virkilega eitthvað undarlegt við það að 96 ára gömul manneskja deyi ?
Hélt fólk kannski að viðkomandi persóna myndi aldrei deyja ? Var búið að setja hana á svo háan stall ? Sá fólk ekki að hún var að verða kengbogin, líklega af þunga ábyrgðarinnar út af minnkandi Bretavægi og hverfandi heimsveldi - eða þá af fjölskyldu-hrellingum seinni ára á litla sviðinu ?
Þarf heil þjóð virkilega að fara á límingunum við andlát sem þetta ? Skilur fólk ekki að þessi margumtalaða tuttugasta og fyrsta öld er sá tími sem á ekki að gegnumgráta sig út af löngu dauðum eðlum, geirfuglum eða kóngafólki. Þetta á allt að fara á ruslahaug liðinnar sögu, enda á það hvergi annarsstaðar heima. Er þetta hin mikla þróun mannsandans frá síðustu aldamótum ? Ég bara spyr ?
Í útvarpsfréttum meðan Bretadrottning lá á líkbörunum, sagði fréttamaður : ,,Elísabet annar og ennfremur að Karl II tæki við. Hverskonar íslenska er þetta og hverskonar söguþekking býr þarna að baki ? Segja ber auðvitað Elísabet önnur og Karl er þriðji kóngurinn á Bretlandseyjum með þessu nafni !
Karl I var hálshöggvinn og ekki að ástæðulausu, sonur hans Karl II var landflótta um skeið en komst til valda eftir Cromwells-tímann og reyndist slakur þjóðhöfðingi, eins og raunar Stúartarnir allir, sem voru merkisberar sérgæðanna eins og aðrir þrælahaldshöfðingjar sögunnar !
Í blaði einu var minnst á mann sem fór héðan til London til að vera viðstaddur þessa ,, útför aldarinnar. Hann var sagður vera konungs-sinnaður jafnaðarmaður. Hverskonar fyrirbæri er það ? Vita menn ekki að konungur og aðall hafa alla tíð verið ein mesta fyrirstaða jafnaðarmennsku í heiminum. Fulltrúar ,,bláa blóðsins í veröldinni !
Nei og aftur nei, burt með hégómann og tildrið og falsaðar sögukenningar. Elísabet II (önnur, ekki annar !) var orðin háöldruð kona og eflaust södd lífdaga. Þreytt eftir líf þar sem hún fékk eiginlega aldrei að vera í friði. Nú er hún farin á eftir Pusa sínum og það er eðlilegasta mál í heimi !
Sonur hennar er nú kóngur, líklega rétt ófarinn á elliheimilið - eða fer hann ekki þangað eins og annað fólk í hinum mikla jafnaðarheimi Bretlands ? Er það ekki einmitt þessvegna sem jafnaðarmenn frá Íslandi fara í slíka útför sem hér um ræðir ?
Eða eru þar kannski einhver allt önnur sjónarmið sem ráða sem eiga ekkert skylt við jafnaðarmennsku og taka fyrst og fremst mið af hégóma og yfirborðsmennsku ? Það skyldi þó aldrei vera ?
Þvílíkt tilstand út af eðlilegasta framgangi og endalokum mannlegrar tilveru !
16.9.2022 | 21:02
Orkupakki 3 46 bitu á agnið !
Þann 2. september 2019 var þriðji orkupakki Evrópusambandsins samþykktur á alþingi Íslendinga. 46 þingmenn gleyptu við beitunni frá Brussel og enn var afsal á réttindum varðandi frelsi og sjálfstæði íslensku þjóðarinnar látið af hendi. Stundum verður fulltrúalýðræðið sér algerlega til skammar og ekki síður á Íslandi en annarsstaðar !
Í vaxandi orkukreppu hefur komið afgerandi í ljós að áróðurinn fyrir orkupakka 3. var falskur út í gegn. Hagsmunir neytenda voru ekki tryggðir þar eins og haldið var fram, heldur þvert á móti. Hinir 46 þingmenn alþingis sem kokgleyptu agnið ættu nú að sjá að þeir voru hafðir að fíflum, en auðvitað sjá þeir það ekki og munu ekki sjá það. Þeim mun finnast sælla að sjá blekkinguna áfram. En nú er samt ljóst að neytendur urðu fyrir miklu tjóni og eiga trúlega eftir að verða það enn frekar ef fer sem horfir !
Orkuverð í Evrópu hefur nefnilega verið á hraðri uppleið síðan 2019 og stjórnvöld hafa enganveginn ráðið við vandann, enda öll ríki Vestur-Evrópu langt frá því að vera sjálfbær varðandi orkuþörf sína. Nú er stríðinu í Úkraínu kennt um allt þó ástandið hafi löngu áður verið orðið það slæmt að það stefndi í algert óefni !
Refsiaðgerðir gagnvart Rússum varðandi orkukaup hljóta að verða mjög tvíeggjaðar og bitna líklega harðast á þeim sem standa fyrir þeim. Rússar hafa nóga orkugjafa fyrir sig og geta selt orku sem Þjóðverja og aðra sárvantar til að halda hlutunum í gangi. En pólitíkin og Nató segja nei !
Nú er meira að segja fullyrt að orkukaup frá Rússlandi fari vaxandi í gegnum Kína, sem fær þá væntanlega sitt sem mikilvægur milliliður. Það mun koma betur í ljós á komandi vikum hvernig orkuviðskiptunum verður háttað, en menn munu finna einhverjar leiðir til að kaupa orku frá þeim sem hafa hana á boðstólum og þar virðast Rússar vera efstir á blaði !
Íbúar Vestur-Evrópu munu ekki sætta sig við að híma í kulda í húsum sínum í vetur. Þeir eru vanir að hafa það gott og vilja hafa það gott áfram. Lýðræðisástin mun ekki halda hita á þeim í vetur og hlýðnin við Nató gæti brostið víða ef hún krefst þess að fólk búi við nepjukulda. Breskir kjósendur hafa haft við orð að sameinast um að borga ekki orkureikninga !
En hlýðnin við Evrópusambandið og afarkosti þess hefur hinsvegar verið vaxandi vandamál hérlendis og meiri plága en margir hafa náð að skilja. Þar hafa ýmsir gengið til hlýðni sem síst skyldi, eins og hin undirlægjusinnaða samþykkt þingsins á 3. orkupakkanum sýnir best. Þar var íslensk reisn sannarlega í algeru lágmarki !
Og hverjir skyldu þeir þingmenn svo hafa verið sem samþykktu vítið og greiddu atkvæði með þeim hætti í þessu lífshagsmunamáli okkar ?
Samkvæmt tölum frá upplýsingaskyldu almannaheilla voru þeir :
- Andrés Ingi Jónsson, 2. Ari Trausti Guðmundsson, 3. Ágúst Ólafur Ágústsson, 4. Álfheiður Ingadóttir, 6. Ásgerður K. Gylfadóttir, 7. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, 8. Ásmundur Einar Daðason, 9. Birgir Ármannsson, 10. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, 11. Bjarni Benediktsson, 12. Björn Leví Gunnarsson, 13. Bryndís Haraldsdóttir, 14. Brynjar Níelsson, 15. Guðjón S. Brjánsson, 16. Guðlaugur Þór Þórðarson, 17. Guðmundur Andri Thorsson, 18. Halla Signý Kristjánsdóttir, 19. Halldór Mogensen, 20. Hanna Katrín Friðriksdóttir, 21. Haraldur Benediktsson, 22. Helgi Hrafn Gunnarsson, 23. Ingibjörg Þórðardóttir, 24. Jóhann Friðrik Friðriksson (varamaður Sigurðar Inga Jóhannssonar), 25. Jón Gunnarsson, 26. Jón Steindór Valdimarsson, 27. Katrín Jakobsdóttir, 28. Kristján Þór Júlíusson, 29. Lilja Alfreðsdóttir, 30. Lilja Rafney Magnúsdóttir, 31. Líney Anna Sævarsdóttir, 32. Logi Einarsson, 33. Njáll Trausti Friðbertsson, 34. Orri Páll Jóhannsson, 35. Ólafur Þór Gunnarsson, 36. Óli Björn Kárason, 37. Páll Magnússon, 38. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, 39. Sigríður Á Andersen, 40. Smári McCarthy, 41. Svandís Svavarsdóttir, 42. Unnur Brá Konráðsdóttir, 43. Willum Þór Þórsson, 44. Þorgerður K.Gunnarsdóttir, 45. Þorsteinn Víglundsson, 46. Þórarinn Ingi Pétursson,
Fjarverandi voru : 1. Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, 2. Helga Vala Helgadóttir, 3. Oddný G. Harðardóttir, 4. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir. Maður getur ekki annað en furðað sig á afstöðu þeirra, því spyrja má, hversvegna í ósköpunum er fólk ekki til staðar á slíkri örlagastund ?
Nei sögðu hinsvegar við Brussel og orkupakka 3 : 1. Ásmundur Friðriksson, 2. Bergþór Ólason, 3. Birgir Þórarinsson, 4. Gunnar Bragi Sveinsson, 5. Inga Sæland, 6. Jónína Björk Óskarsdóttir, 7. Jón Þór Ólafsson, 8. Karl Gauti Hjaltason, 9. Ólafur Ísleifsson, 10. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, 11. Sigurður Páll Jónsson, 12. Þorgrímur Sigmundsson, 13. Þorsteinn Sæmundsson !
Þorsteinn Sæmundsson sagði í sínu máli að hann vildi ekki að Ísland yrði gert að ambátt í feigðarsölum. Hann vitnaði líka í Sóleyjarkvæði Jóhannesar úr Kötlum eins og fjölmargir þjóðhollir menn hafa gert fyrr og síðar þegar líkt hefur staðið á. Ísland á ekki að sitja undir boðvaldi frá Brussel var samdóma álit þeirra sem neituðu að samþykkja orkupakka 3.
Heiður sé þeim fyrir þá afstöðu sem þeir tóku í þessu örlagamáli !
,,Sjálfstæðisflokkurinn virðist hafa gengið lengst allra flokka fram í stuðningi við orkupakkann, 15 þingmenn flokksins sögðu já. Umræddur söfnuður virðist hafa mjög undarlegar hugmyndir um það hvað sjálfstæði er. Vinstri græn fylgdu fast í fótspor íhaldsins í þessu sem öðru, 11 umpólaðir stuðningsmenn miðað við fyrri tíð - þar á ferð !
Brusselingar á Íslandi eru víða fyrir hendi og full ástæða til þess að allir þeir haldi vöku sinni sem vilja í alvöru verja frelsi og sjálfstæði lands og þjóðar nú og framvegis !
14.9.2022 | 20:31
Að finna sér útleið !
Vinstri græn hafa, af einskærri valdagræðgi, látið leiðast langt af þeim vegi sem þau hefðu átt að halda sig á. Síðustu árin hefur Bjarni Benediktsson ekki átt neinn tryggari stuðningsmann, og það að eigin flokksmönnum meðtöldum, en Katrínu Jakobsdóttir. Þetta sjá allir sem eitthvað sjá !
Sérhagsmunastefna Bjarna hefur ekki kallað á nein viðbrögð hjá Katrínu, enda fær hún að vera forsætisráðherra og þegir því við öllu sem ætti að gagnrýna og andmæla. Bjarni situr á meðan á ríkis-kassanum, eins og bústinn hani á haug, og sér um að engir óverðugir - að hans mati - vaði þar uppi !
Katrín Kobbadóttir hefur öllum öðrum fremur tryggt Bjarna þá stöðu undanfarin ár með sinni sauðtryggu þingmannahirð,sem hefur þó látið verulega á sjá í hinni hugarfarslegu herleiðingu VG frá 2017 !
En það kemur alltaf að skuldadögunum. Og nú fer að styttast í þá. Að öllum líkindum mun refsing upp á 3-4 missta þingmenn bíða VG við næstu kosningar fyrir alla íhalds-þjónkunina. Og hvað gerir þessi fyrrverandi vinstri flokkur til að sleppa við þá hýðingu ?
Hann reynir að öllum líkindum að fara í gamla farið. Taka upp gömul slagorð og dusta rykið af félagshyggju-módelinu sem hefur legið í óhirðu í ruslaskáp flokksins síðan 2017. En mun sú blekkingartilraun heppnast ?
Það er sagt að kjósendur séu fljótir að gleyma, en erfitt er að trúa því að almennilegt vinstra fólk fyrirgefi jafn blygðunarlaus svik við málstaðinn eins og VG hefur haft í frammi vegna valdagræðgi forustu-mannanna, til ágóða fyrir íhaldsöflin í landinu og í andstöðu við alla velferð almennings !
Þegar VG fer eftir ár eða svo að brýna sljóar klær sínar og klóra eitthvað í íhaldið, þá munu menn sjá hvað er í gangi. Það er verið að reyna að endurheimta glataðan orðstír af liði, sem á ekkert skilið annað en að falla, og súpa seyðið af sviksemi sinni og hégómafullum hroka síðustu ára !
Ef VG ætlar að vænta sér einhverrar endurnýjunar lífdaga, verður öll núverandi forusta flokksins að fara frá. Það þarf hreint blóð í forustuna, nýtt fólk sem veit fyrir hvað það á að standa. Gerist það ekki, er flokkurinn búinn að vera og öllu trausti rúinn, þó hann kunni að lafa eitthvað áfram !
En núverandi forusta mun reyna, allt hvað hún getur, til að finna sér útleið frá íhaldsþjónkuninni og það mun líklega þýða brestasamt stjórnarsamstarf á seinnihluta kjörtímabilsins. En það er orðið allt of seint að kalla eftir trausti sem er farið og þeir eru margir kjósendurnir sem aldrei munu aftur kjósa VG og get ég þar trútt um talað því ég er einn af þeim !
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:57 | Slóð | Facebook
9.9.2022 | 21:24
Hryllingsópera heilbrigðismálanna !
Íslenska heilbrigðiskerfið þótti í eina tíð nokkuð gott. Það naut stuðnings meðal landsmanna og mikill meirihluti þjóðarinnar hefur jafnan viljað að þessi málaflokkur væri á verkefnaskrá ríkisins !
En sú tiltrú og sá stuðningur sem heilbrigðiskerfið bjó lengstum við af hálfu landsmanna hefur orðið fyrir ýmsum áföllum á síðari árum. Ýmsir telja að innan kerfisins hafi lengi starfað margir áhrifavaldar sem hafi í raun viljað það burt úr allri tilvist og kjósi að einkavæða það allt !
Margt bendir til að slíkar grunsemdir séu ekki úr lausu lofti gripnar. Sérgæskuöfl samfélagsins hafa lengi verið í sókn og viljað ná öllu undir sig sem hægt er. Þar er sýnilega engin hugsun um almannaheill í gangi!
Þar er að verki það sem kalla má beinharðan kapítalisma, sem beinist að því að arðræna sem mest ríki, sveitarfélög og almenning, án nokkurrar samfélagslegrar samvisku !
Allskyns einkavæðingarhugmyndir hafa á undanförnum árum grafið af miklum áhuga undan ríkisforsjá þessara mála svo að nú má segja að kerfið sé komið með tvö höfuð, annað ríkisrekið en hitt einkavætt !
Það getur víst enginn þjónað tveimur herrum svo að full trúmennska gildi í báðum tilfellum og ein skýringin á erfiðleikum heilbrigðiskerfisins felst líklega í misbrestum því viðvíkjandi. Það heyrist að minnsta kosti oft í almennri umræðu um heilbrigðismálin þegar fólk tjáir sig um þau, að þar séu áreiðanlega ekki allir trúir sem ættu þó að vera það !
Margir halda því blákalt fram, að starfsbreytingar meðal ráðherraliðsins við áframhald stjórnarsamstarfsins, hafi einkum og sér í lagi haft það að markmiði af hálfu valdamikilla aðila að losna við Svandísi Svavarsdóttur úr stól heilbrigðismálaráðherra !
Því er haldið fram í því sambandi að einkavæðingarsinnum meðal stjórnarliðsins hafi þótt Svandís vera að byggja upp aukna trú á ríkisforsjá þessara mála með skeleggri framgöngu sinni sem ráðherra málaflokksins og það hafi alls ekki mátt gera !
Menn geta haft sínar skoðanir á því máli, en staðreyndin varð þó sú að Svandís lét af þessu embætti þótt hún hefði almennt verið talin standa sig þar vel. Það kemur nokkuð undarlega fyrir í ljósi frammistöðunnar, nema einhverjir hafi ætlast til og vonað að hún stæði sig þar illa og fyrst hún gerði það ekki yrði hún skilyrðislaust að víkja !
Ekki verður heldur séð að hinn nýi ráðherra heilbrigðismálanna sé að koma fram með einhverjar afgerandi lausnir á málum þó að vandinn hafi síður en svo minnkað eða horfið. Forganga hans í heilbrigðis-málunum virðist satt að segja heldur slök og hefur hann stundum þótt standa sig betur. Margt virðist því hafa einmarkaða rás í þessum efnum !
Fólkið á gólfinu, almennt starfsfólk, sjúkraliðar og hjúkrunarfræðingar, það fólk bar lengstum hitann og þungann í Covid-stríðinu og er í eldlínunni í öllu því sem á heilbrigðiskerfinu hefur mætt. Það eru ekki endilega læknarnir sem þar hafa puðað mest, enda eru þeir af sumum nefndir aðallinn í kerfinu !
Samt munu ýmsir læknar hafa staðið sig býsna vel í baráttunni og jafnvel umfram það sem skyldan hefur boðið. Sem betur fer eru alltaf einhverjir einstaklingar sem bera af. Það hefur löngum bjargað miklu þó ekki sé endalaust hægt að krefjast fórnfýsi af sömu aðilunum !
En það hversu stór hluti starfandi lækna er trúr ríkiskerfi heilbrigðis-málanna veit trúlega enginn. Sumir hafa þó miklar samsæriskenningar á hraðbergi í þeim efnum og telja allflesta lækna núorðið halla undir einkavæðingu og einkarekstur !
Ekki skal neinn dómur á það lagður, en hitt er augljóst að kerfi sem nýtur ekki hollustu og stuðnings innan sinna vébanda, fær ekki staðist til lengdar. Það kemur að því að nógu mikið verður búið að grafa undan því til þess að það hrynji. Pólitísk ,,aðstoð í þeim efnum er svo auðvitað ekki til þess fallin að styrkja kerfið til áframhaldandi þjónustu við land og lýð !
Málið er því í sjálfu sér ekki flókið, þó að mörg öfl virðist vilja flækja það sem mest. En þar ráða oftast sérhagsmunasjónarmið beintengd við budduna og ótengd samfélagslegum hugsjónum almannaheilla !
Ef við ætlum að eiga hér heilbrigðiskerfi á heilbrigðum grundvelli, verður það að byggjast upp í þeim anda að allir sem hjá því starfa, og á vegum þess, sýni því hollustu og vinni því í hag. Í því hlýtur samfélagslegt öryggi okkar allra að liggja nú sem löngum fyrr !
Þeir sem settir eru yfir málaflokkinn hverju sinni þurfa því að hafa þá hugsjón til að bera að þjóna almenningi með styrkingu kerfisins en ekki sérgæskuöflum með niðurbroti þess !
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:30 | Slóð | Facebook
5.9.2022 | 12:40
Fallnar stjörnur !
Þegar litið er yfir hið þjóðmála-pólitíska svið síðustu ára, virðist manni sem Samfylkingin hafi boðið upp á flesta leiðtoga sem hafa svo misst ætlaðan ljóma sinn og fallið af festingu valds og áhrifa fyrir tímann !
Miklar vonir hafa verið tengdar við suma þessa leiðtoga og þá einkum af innanflokksfólki, en einhvernveginn hafa draumarnir ekki gengið eftir. Afdankaðir leiðtogar eru því orðnir allnokkrir að tölu í Samfylkingunni og margt geta þeir sjálfsagt rætt sín á milli, út frá sameiginlegri reynslu af foringja-embættinu, ef þeir talast þá eitthvað við !
Samfylkingin virðist eiginlega, eftir því sem hér er að framan sagt, vera á þeirri siglingu, að geta brátt kallast flokkur hinna föllnu stjarna. Það er því kannski skiljanlegt að það sé ekki mikill áhugi fyrir því hjá flokksmönnum almennt að gefa kost á sér í formannsstöðuna sem nú er á lausu, enda hefur aðeins ein manneskja gert það til þessa !
Þar er um að ræða Kristrúnu Frostadóttur, sem er eiginlega nýliði á hinu pólitíska sviði, en vonandi veit hún þó hvað hún er að fara út í með framboði sínu. Og það er svo sem ekki allt í voða þó hún nái ekki tökum á verkefninu, því þá bætist hún bara í hóp hinna fyrrum formanna og föllnu stjarna flokksins. Þar eru líka kannski um að ræða mestu jafnaðarmenn flokksins, enda allir búnir að fara sömu salibununa ofan af festingunni !
Samfylkingin hefur aldrei treyst sér til að fara í naflaskoðun á því hversvegna hún hefur aldrei náð því fylgi sem hún taldi sér eiginlega víst á dögum hinna stóru drauma. En þar hefur hún alltaf lent í stefnulegum árekstri við sjálfstæðissinnaða Íslendinga yfir línuna sem halda fast við sitt og geta ekki með nokkru móti lært á Samfylkingarvísu að horfa til Brussel eins og múslimar horfa til Mekka !
Hin sósíaldemókratíska Evrópustefna hefur leitt yfir Vestur-Evrópu ein þau verstu vandræði sem herjað hafa á álfuna síðustu áratugi. En samt er horft blindum augum á allar hinar slæmu afleiðingar þeirrar stefnu og haldið áfram á sömu feigðarbraut !
Og fjölmargar fimmtu herdeildir, gersneyddar eðlilegri þjóðhollustu, lifa nú góðu lífi viða í álfunni á velferðararfi sem byggður var upp af mikilli fórnfýsi og ætlaður þeim sem til hans unnu !
En jafnaðarmennska krata virðist skila sér einna best til þeirra sem ekkert hafa unnið til hlutanna og fá að njóta góðs af erfiði annarra án nokkurra takmarkana. Slík jafnaðarmennska er í raun aðeins bókun á frjálsum farmiða til ójafnaðar eins og sjá má víðasthvar í ríkjum Evrópu í dag !
En víkjum aftur að væntanlegri formannskosningu hjá Samfylkingunni. Hin nýja Ingibjörg Sólrún virðist líkleg til að fá rússneska kosningu sem formaður flokksins ef fer sem horfir. Samfylkingin er enn sem fyrr banhungruð eftir því að eignast sterkan leiðtoga og betri útkomu í skoðanakönnunum þó fátt bendi til að það verði í bráð !
Því nokkuð víst er að meðan Brussel er og verður endanlegt sigurtakmark flokksins en ekki íslensk velferð, er ólíklegt að sjálfstæðir, íslenskir kjósendur hlaupi upp um hálsinn á nýja formanninum þó að gallharðir flokksmenn muni að öllum líkindum gera það að minnsta kosti svona fyrsta kastið eftir kjör !
2.9.2022 | 11:49
Pappírsbúkar kjarkleysisins !
Stefan Zweig var mikill hæfileikamaður og eftir hann liggja merk ritverk. Hann lifði á þeim tímum þegar nazisminn virtist ætla að útrýma allri mennsku úr veröldinni. Zweig var Gyðingur og þó að erfitt hafi verið fyrir marga að lifa umrædda tíma, mun það hafa verið langtum erfiðara fyrir Gyðinga. Sá kynstofn stóð frammi fyrir algjörri útrýmingu !
Sú heimsmynd sem nazisminn málaði upp á heimskortið gerði ekki ráð fyrir neinu lífsrými handa Gyðingum. Þar var ein mesta mannvonska sem opinberast hefur að verki. Stefan Zweig, Albert Einstein, Sigmund Freud og aðrir þálifandi Gyðingar fundu fyrir þeirri illsku meira en aðrir, vegna þess að hún beindist sér í lagi að þeim og þeirra þjóð !
Þeir urðu margir hverjir að flýja land, en hvert áttu þeir að fara ? Mörg ríki ýfðust við þeim og vildu ekki veita þeim viðtöku. Jafnvel Ísland er ekki sagt hafa borið þar hreinan skjöld. Stefan Zweig og kona hans fóru til Brasilíu. Þar hélt hann áfram að skrifa bækur, uns volæði vonleysisins virðist hafa yfirtekið alla hugsun hans.Það er gömul og ný saga í hörðum heimi !
Þau hjónin sviptu sig lífi í febrúar 1942 og virðast ekki hafa gert sér nokkra grein fyrir því að þá var að byrja að rofa til gegn ógn nazismans. Svo myrkt hlýtur að hafa verið í huga þeirra á lokastundinni. Kjarkleysi gagnvart stöðu mála gerði líklega út af við þau !
Stefan Zweig ritaði á seinni árum sínum bók um Erasmus, hinn eitt sinn alkunna húmanista. Erasmus ritaði verk sín á frábærri latínu og var ekki þjóðtungumaður. Þessvegna hafa flest rit hans orðið gleymskunni að bráð nema kannski síst lofgerðin um heimskuna. En eins og flestir vita er aldrei vöntun á heimsku í þessari veröld okkar og víða er hún lofuð !
Bók Zweigs um Erasmus er merkileg eins og flest verk hans hafa verið og hefur nýlega verið þýdd á íslensku af Sigurjóni Björnssyni. Þar er nánast hver setning hlaðin sterku innihaldi fyrir hugsunarlegum framgangi !
Það kann hinsvegar að vera mikil spurning hvort Zweig er þar í raun og veru að skrifa um Erasmus eða sjálfan sig. Hann kemur nefnilega víða inn á kjarkleysi Erasmusar og ótta hans við að taka beina afstöðu til mála. Það er eins og hann sé að glíma við eigið kjarkleysi og finna svör við því !
Erasmus var alla ævi kvíðinn og kjarklaus maður og líklega töluvert kjarklausari en Zweig. Báðir þessir hæfileikamiklu menn voru í raun viðkvæmir pappírsbúkar sem vildu umfram allt fá að vera í friði með sín hugðarefni frá skarkala heimsins !
En heimurinn var í báli á beggja dögum og þeir soguðust inn í ástandið eins og það var. Annar tók aldrei neina ákveðna afstöðu til mála og dæmdi sig þannig úr leik, hinn fylltist vonleysi um framtíð mannkynsins og kaus að fyrirfara sér !
Á örlagatímum geta slíkir menn aldrei orðið leiðtogar, þrátt fyrir mikla hæfileika. Til þess mun kjarkleysi þeirra vera allt of mikils ráðandi í sálarlífi þeirra. Zweig lýsir því mjög afgerandi í sögu sinni um ævi Erasmusar, en sú saga segir líklega býsna mikið um hann sjálfan !
Frásögn Zweigs virðist þannig knúin af einhverri innri þörf höfundar til að útskýra og jafnvel réttlæta - að ekki verða allir hetjur þegar á hólminn er komið. Þar er hann greinilega í mikilli vörn fyrir Erasmus og líklega sjálfan sig. Það er hinsvegar verkefni hugsandi lesenda að dæma um hvernig honum vannst sú vörn !
Nýjustu færslur
- ,,Einleikur á Eldhússborðsflokk ?
- Hverju er þjónustan eiginlega helguð ?
- Orðheimtu aðferðin !
- Endurreisn ómennskunnar !
- ,,Fylgiríki Bandaríkjanna ?
- Hin kratíska feigðarstefna Norðurlanda !
- Útþenslustefna Bandaríkjanna !
- ,,Nýja Kalmarsambandið og glóruleysisgangan !
- Litlar, leiðitamar þjóðir !
- Er herleiðing Flokks fólksins að hefjast..... ?
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 9
- Sl. sólarhring: 260
- Sl. viku: 1289
- Frá upphafi: 367414
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 1130
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)