Leita í fréttum mbl.is

Innrásir og yfirtökur međ fjármálavaldi !

 

 

Nú á tímum hafa menn miklu meiri innsýn í fjármálalegt vald og áhrif ţess en áđur var. Framţróun tölvutćkninnar og sú alţjóđavćđing fjármálakerfa sem henni hefur fylgt, hefur breytt svo mörgu ađ peningavald nútímans ţykir nánast takmarkalaust !

 

Möguleikarnir virđast ţar óteljandi til áhrifa og inngripa. Og ţađ vćri synd ađ segja ađ ţeir sem síst skyldu, vćru ekki međvitađir um ţađ, og ţađ vald sem í ţví getur falist. Fjármálaleg yfirdrottnun getur skapađ sterkara inngrip í mál en nokkurt stríđ !

 

En ţar međ er ekki sagt, ađ ţetta yfirmagnađa fjármálavald leysi betur úr hlutum eđa geri heiminn betri. Stađan er eiginlega bara ţannig, ađ ţeir sem áđur vildu bjarga málum sér í hag međ stríđi, geta ţađ núna og gera ţađ miskunnarlaust um allan heim - međ efnahagslegum yfirgangi !

 

Ţeim ţykir ţađ miklu ţćgilegra, enda geta ţeir ţá öllu frekar faliđ ofbeldiđ sem ţó er síst minna. Fyrir vikiđ verđur miklu minna um andspyrnu og mótmćli en ella - ţví fólk veit ekki hvađ er á seyđi !

 

Margt gerist ţannig ađ tjaldabaki, sem almenningur einstakra landa og almennings-vitundin í heiminum hefur ekki hugmynd um og fćr ekkert ađ vita af. Ţađ er ekki ađ ástćđulausu ađ fjármálaheimurinn hefur stöđugt stundađ ţađ ađ brjóta niđur öll höft varđandi peningaflćđi milli landa !

 

Til ţess ađ mútur geti gengiđ á alheimsvísu, verđur ađ vera hćgt ađ senda summurnar út og suđur og ţar mega engin landamćri hindra eins og í gamla daga. Frjálst flćđi fjármagns er ţví ein helsta auđvaldskrafan á okkar tímum. Klyfjađi úlfaldinn er alltaf á ferđ – hlađinn gulli !

 

Fjármagn ţýđir nefnilega vald og ţegar hćgt er ađ flytja vald međ ótakmörkuđu peningaflćđi milli landa, er hćtt viđ ađ sjálfstćđi ţjóđa hér og ţar fari fyrir lítiđ ef enginn er á verđi !

 

Og ţannig er ţađ í nútímanum. Mörg stjórnarbyltingin hefur veriđ framkvćmd međ ţessum hćtti á undanförnum árum. Einhver hugarfarslegur afkomandi Basils Zaharoffs segir víđa í margfölduđum mćtti : ,, Ég legg inn á ţig og ţú sérđ svo um framgang mála !”

 

Ţađ ţarf enga hernađarlega innrás, enga tilfćrslu tugţúsunda hermanna á breiđri víglínu. Ţađ er bara viđhöfđ peningatilfćrsla sem virkjar tiltekna fimmtu herdeild á ţeim stađ ţar sem ţarf ađ breyta ađstćđum og skipta um valdhafa. Menn láta kaupa sig til illra verka ár og síđ !

 

Nú ţarf ekki einu sinni ađ hafa til vara áćtlanir um hugsanlega notkun nifteindasprengja eins og svartliđar hugleiddu í eina tíđ, ef allt fćri á versta veg og fólkiđ yrđi alfariđ á móti ţeim !

 

Međ slíkum vopnum er hćgt ađ koma í veg fyrir allt sálarsvekkjandi eignatjón, eins og ţeir hugsa dćmiđ, og losa sig samt um leiđ viđ allt vandrćđafólk. Nifteindasprengja er nefnilega hönnuđ međ ţeirri kapítalísku hagkvćmni, ađ hún rústar ekki húsum, hún drepur bara fólk !

 

Og ţađ er auđvitađ ekki litiđ á ţađ, af sumra hálfu, sem neitt sérstakt vandamál, heldur miklu frekar sem hluta af lausn – einhverskonar hagrćđingu. Andlegir afkomendur Zaharoffs eru nefnilega alltaf bölvaldar hvar sem ţeir eru á ferđ og ađeins sjálfum sér líkir – svartir í gegn !

 

Og eins og einn stórkapítalisti á ónefndum litlum stađ sagđi eitt sinn af mikilli sannfćringu, er hann ţótti ekki sérlega manneskjulega sinnađur gagnvart starfsfólki sínu : ,,Ţađ er alltaf hćgt ađ fá nýtt fólk !”


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Maí 2024
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 759
  • Sl. sólarhring: 778
  • Sl. viku: 1895
  • Frá upphafi: 319319

Annađ

  • Innlit í dag: 688
  • Innlit sl. viku: 1526
  • Gestir í dag: 660
  • IP-tölur í dag: 642

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband