Leita í fréttum mbl.is

Aldrei Guđi gleymdur !

 

Fáir virđast núorđiđ vita eitthvađ um manninn Smith Wigglesworth, ćvi hans og stórkostlega ţjónustu hans í ţessum heimi fyrir Drottin. Ţađ eru ţó til á ensku allmargar bćkur sem byggja á prédikunum hans og kennslu í sönnum kristindómi og um hann var og hefur veriđ sitthvađ skrifađ !

 

Eitt lítiđ kver var ţýtt á íslensku á sínum tíma um Wigglesworth og hefđi vel mátt halda ţar áfram í ţví verki ađ kynna meira ţennan einstaka Guđs ţjón. En ţó mađurinn kunni nú ađ vera mörgum gleymdur í vegvilltum heimi mun hann ekki Guđi gleymdur, enda var slík smurning yfir honum ađ sérstakt má teljast og átti ţađ sér sína skýringu sem sögđ er hér á eftir !

 

Smith Wigglesworth var fćddur 1859 og lést 12. mars 1947. Hann var ómenntađur mađur, lćrđi ţó pípulagnir og virtist líklegur til ađ stunda ţađ starf til frambúđar. En hann brann af einhverju andlegu óţoli sem hann skildi kannski ekki ţá, en fólst líklega í ţví ađ hann vildi eignast miklu nánara samfélag viđ Drottin. Og merkilegt er ađ lesa framvindu ţeirrar sögu og hvernig Guđ mćtti honum í ţeirri ţörf hans og gerđi hann ađ sterkum stólpa trúar sem var sem logandi kyndill í öllu lífi sínu og starfi !

 

Guđ gaf honum yndislega eiginkonu ađ nafni Polly Featherstone. Smith var til ađ byrja međ hrjúfur mađur og skapmikill, en Polly var ljúflyndiđ sjálft. Ţau náđu samt vel saman og Polly varđ honum sönn blessun. Hún kenndi Smith sínum sannarlega margt og mikiđ međan ţau fengu ađ vera samvistum. Međal annars kenndi hún honum ađ lesa !

 

En á nýársdag áriđ 1913 varđ Polly bráđkvödd og Smith ćtlađi ekki ađ afbera missinn. En Guđ hughreysti hann og reisti hann upp til kröftugrar kristnibođsţjónustu sem hann hafđi á hendi allt til síđasta ćvidags. Hann fór víđa um heim og hélt fjöldasamkomur ţar sem stórkostleg kraftaverk áttu sér stađ !

 

Eitt sinn sagđi hann í viđtali, međ tár í augum, ţegar hann var spurđur um leyndarmáliđ viđ kraftinn sem fylgdi honum og árangur hans : ,, Mér ţykir leitt ađ ţú skulir spyrja mig ţessarar spurningar, en ég skal svara henni. Ég er niđurbrotinn mađur. Konan mín sem var mér allt dó fyrir 11 árum. Eftir jarđarförina fór ég og lagđist á gröf hennar. Mig langađi til ađ deyja ţar !

 

En Guđ talađi til mín og sagđi mér ađ rísa upp og fara ţađan. Ég sagđi honum ađ ef hann gćfi mér tvöfalda smurningu Andans – konu minnar og mína, ţá skyldi ég fara og prédika fagnađarerindiđ.

Drottinn var mér náđugur og veitti mér bćn mína. En ég sigli um höfin einn. Ég er einmana mađur og margar stundir get ég ekkert annađ gert en grátiđ !”

 

Wigglesworth gat ásamt Jóhannesi skírara sagt : ,, Hann verđur ađ stćkka, ég verđ ađ minnka !” Og sömu hugsun ţurfa allir menn ađ temja sér ef ţeir ćtla sér ađ erfa hiđ óforgengilega líf.

Ţađ gengur ekki fyrir nokkurn mann ađ vera > Allur í sjálfinu, ekkert í Guđi. Hver mađur ţarf ađ stefna ađ ţví ađ verđa > Minna í sjálfinu, meira í Guđi. Eđa ţar til hann verđur > Ekkert í sjálfinu, allur í Guđi !

 

Wigglesworth undirstrikađi jafnan eftirfarandi sannindi : ,, Ef trú er bođuđ, mun trú vaxa, ef lćkning er bođuđ mun lćkning verđa í kirkjunni, ef velmegun fyrir Guđs börn er bođuđ, mun velmegun eiga sér stađ !”

 

Smith Wigglesworth fékk aldrei neina formlega menntun, en hann las eina bók, Biblíuna. Og velmenntađir skólamenn í Biblíufrćđum undruđust stórlega ţann vísdóm sem hann bjó yfir. Honum var markvisst kennt í gegnum opinberanir Heilags Anda. Hjálparinn var til stađar í lífi hans !

 

Hvar erum viđ menn ţessarar jarđar staddir nú um stundir ? Viđ höfum yfirgefiđ gömlu göturnar og villan ágerist međ hverju árinu. Viđ erum ekki á leiđinni heim, viđ villumst stöđugt lengra ađ heiman. Siđvillur breiđa sig yfir alla mannlega hugsun nú til dags og ţykja réttar svo ratvísin er engin !

 

Ţađ er varla undarlegt ađ mađur hugsi til manna eins og Smith Wigglesworths á slíkum tímum – vökumanna sem vissu alltaf ađ ţeir voru á leiđinni heim, – heim til Guđs, og áttu ţá gleđi í hjarta sínu sem fylgir ávallt ţeirri vissu !

Átt ţú sem lest ţessar línur ţá gleđi í ţínu hjarta ?

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Maí 2024
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 240
  • Sl. sólarhring: 258
  • Sl. viku: 1788
  • Frá upphafi: 319861

Annađ

  • Innlit í dag: 192
  • Innlit sl. viku: 1439
  • Gestir í dag: 185
  • IP-tölur í dag: 185

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband